Handbolti

Gro Hammerseng búin að eignast lítinn strák

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gro Hammerseng fagnar hér Evrópumeistaratitlinum með norska landsliðinu árið 2010.
Gro Hammerseng fagnar hér Evrópumeistaratitlinum með norska landsliðinu árið 2010. Mynd/AFP
Gro Hammerseng, fyrirliði norska kvennalandsliðsins í handbolta og ein besta handboltakona heims, er orðin mamma en hún eignast sitt fyrsta barna í gær. Hammerseng og kærasta hennar, handboltakonan Anja Edin, eru himinlifandi með strákinn sinn.

Gro Hammerseng var ekki með norska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu en það kom ekki að sök því Þórir Hergeirsson stýrði norsku stelpunum til sigurs. Hammerseng hefur hinsvegar sett stefnuna á það að vera með á Ólympíuleikunum í London.

Gro Hammerseng er 31 ára og 180 sm leikstjórnandi sem hefur spilað 167 landsleiki fyrir Noreg og skoraði í þeim 631 mark. Hún varð Ólympíumeistari 2008 og Evrópumeistari 2004, 2006 og 2010 en hefur aldrei orðið Heimsmeistari (tvö silfur 2001 og 2007).

Hammerseng framlengdi nýverið samning sinn við norska félagið Larvik HK um tvö ár en hún lék í sjö ár með danska félaginu FC Midtjylland Håndbold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×