Haukar unnu öruggan sex marka sigur á Fram í N1 deild karla í kvöld, 23-17, og enduðu um leið tveggja leikja taphrinu sína í deildinni. Haukar eru því áfram einir á toppnum.
Þetta var einskonar generalprufa fyrir bikarúrslitaleikinn eftir rúma viku en þá munu þessi sömu lið mætast í Laugardalshöllinni.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Framhúsinu í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Haukar unnu auðveldan sigur í generalprufunni - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti





Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
Fleiri fréttir
