Næsti leikur Ryan Giggs fyrir Manchester United verður sá 900. fyrir félagið en tímamótaleikurinn verður ekki á móti Ajax á morgun í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Ryan Giggs var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United fyrir leikinn sem fram fer í Amsterdam. Dimitar Berbatov og Patrice Evra eru heldur ekki í hópnum.
Ryan Giggs er orðinn 38 ára gamall en hann lék sinn fyrsta leik fyrir
Manchester United árið 1991. Hann sló leikjamet Bobby Charlton í maí 2008 og hefur síðan bætt metið um 141 leik.
900. leikur Ryan Giggs verður væntanlega seinni leikurinn á móti Ajax á Old Trafford eða næsti deildarleikur sem verður á útivelli á móti Norwich City þremur dögum síðar.
Giggs fær ekki að spila 900. leikinn á móti Ajax á morgun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn