Næsti leikur Ryan Giggs fyrir Manchester United verður sá 900. fyrir félagið en tímamótaleikurinn verður ekki á móti Ajax á morgun í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Ryan Giggs var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United fyrir leikinn sem fram fer í Amsterdam. Dimitar Berbatov og Patrice Evra eru heldur ekki í hópnum.
Ryan Giggs er orðinn 38 ára gamall en hann lék sinn fyrsta leik fyrir
Manchester United árið 1991. Hann sló leikjamet Bobby Charlton í maí 2008 og hefur síðan bætt metið um 141 leik.
900. leikur Ryan Giggs verður væntanlega seinni leikurinn á móti Ajax á Old Trafford eða næsti deildarleikur sem verður á útivelli á móti Norwich City þremur dögum síðar.
Giggs fær ekki að spila 900. leikinn á móti Ajax á morgun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn