Tiger byrjaði vel á Pebble Beach | Spilar með Tony Romo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2012 10:30 Tiger Woods og Tony Romo, einbeittir á svip. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods hóf keppnistímabilið á nýju ári nokkuð vel en hann skilaði sér í hús á 68 höggum á fyrsta PGA-móti ársins sem fer fram í Pebble Beach um helgina. Tiger náði sex fuglum í gær og var á samtals fjórum höggum undir pari. Hann var vel studdur af fjölmörgum áhorfendum en þetta mót er sérstakt af því leyti að þekktir einstaklingar fá að spila með atvinnukylfingunum. Mótið er fyrst og fremst einstaklingskeppni atvinnukylfinganna en einnig liðakeppni þar sem atvinnukylfingar og áhugamenn eru saman í liði. Tiger var í liði með Tony Romo, leikstjóranda Dallas Cowboys í NFL-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem hann tekur þátt í mótinu en tvö ár eru liðin síðan hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni. Hann spilaði vel í gær og þó svo að hann sé fimm höggum á eftir efstu mönnum var hann sáttur við sitt. „Mér gekk mjög vel að slá upphafshöggin en mér gekk heldur verr með járnin. Ég þarf að vinna betur í því. Ég skildi nokkur pútt eftir og hefði getað gert betur með fleygjárnin," sagði hann. Danny Lee frá Nýja-Sjálandi og Charlie Wi frá Suður-Kóreru eru jafnir og efstir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Spilað er á þremur mismunandi völlum á mótinu - Pebble Beach, Spyglass og Monterey. Golf NFL Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods hóf keppnistímabilið á nýju ári nokkuð vel en hann skilaði sér í hús á 68 höggum á fyrsta PGA-móti ársins sem fer fram í Pebble Beach um helgina. Tiger náði sex fuglum í gær og var á samtals fjórum höggum undir pari. Hann var vel studdur af fjölmörgum áhorfendum en þetta mót er sérstakt af því leyti að þekktir einstaklingar fá að spila með atvinnukylfingunum. Mótið er fyrst og fremst einstaklingskeppni atvinnukylfinganna en einnig liðakeppni þar sem atvinnukylfingar og áhugamenn eru saman í liði. Tiger var í liði með Tony Romo, leikstjóranda Dallas Cowboys í NFL-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem hann tekur þátt í mótinu en tvö ár eru liðin síðan hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni. Hann spilaði vel í gær og þó svo að hann sé fimm höggum á eftir efstu mönnum var hann sáttur við sitt. „Mér gekk mjög vel að slá upphafshöggin en mér gekk heldur verr með járnin. Ég þarf að vinna betur í því. Ég skildi nokkur pútt eftir og hefði getað gert betur með fleygjárnin," sagði hann. Danny Lee frá Nýja-Sjálandi og Charlie Wi frá Suður-Kóreru eru jafnir og efstir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Spilað er á þremur mismunandi völlum á mótinu - Pebble Beach, Spyglass og Monterey.
Golf NFL Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira