Íslensku landsliðsmennirnir í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason, verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12. Ísland mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik í dag kl. 17 og verður rætt um leikinn sem fram fer í bænum Podgorica. Það er Valtýr Björn Valtýsson sem stýrir þættinum í dag.
Molar úr ýmsum áttum verða á sínum stað og svo að sjálfsögðu verður spurning þáttarins þar sem vinningur verður partýplatti og bjór fyrir fjóra á Úrillu Górillunni.
Hlustaðu á X-ið 977 með því að smella hér.
