Stjórn þýska félagsins Kaiserslautern hefur tekið fast á máli sem kom upp á æfingu félagsins í gær. Þá mættu nokkrir einstaklingar á æfingu liðsins og móðguðu Ísraelann Itay Shecter, leikmann félagsins.
Þeir voru með Hitler-bendingar og níð í garð Ísraelans sem eðlilega kunni ekki að meta látalætin.
Þessir einstaklingar tilheyra hópi fótboltabullna sem styðja lið Kaiserslautern. Þeir eru allir í margra ára banni frá heimaleikjum liðsins eftir að hafa verið uppvísir af slæmri framkomu á leikjum liðsins í gegnum tíðina.
Kaiserslautern hefur beðið lögregluna um að rannsaka málið og kæra þá sem þarna voru.
Stuðningsmenn Kaiserslautern með Hitler-bendingar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

