4.320 umsóknir um leyfi á hreindýr Karl Lúðvíksson skrifar 21. febrúar 2012 15:14 Umhverfisstofnun hefur borist 4.320 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða. Endanlegur fjöldi er ekki enn ljós þar sem einhverjar umsóknir gætu verið á leiðinni í pósti. Heimilt verður að veiða 1009 dýr. Þegar allar umsóknir verða komnar í hús verður farið yfir þær með tilliti til hvort allir sem sækja um leyfi hafi tilskilin réttindi. Dregið verður úr gildum umsóknum í lok febrúar. Heimilt verður að veiða allt að 1009 hreindýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. Heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða 588 kýr alls og 421 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða. Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa. Það nýnæmi að sama veiðileyfisgjald er á öllum svæðum. Veiðileyfi á tarfa kostar á öllum svæðum 135.000 krónur og veiðileyfi á kýr á öllum svæðum kostar 80.000 kr.Á þessu ári eru einnig þau nýmæli að veiðimönnum er skylt að standast verklegt skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða. Af vef Lax-Á Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði
Umhverfisstofnun hefur borist 4.320 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða. Endanlegur fjöldi er ekki enn ljós þar sem einhverjar umsóknir gætu verið á leiðinni í pósti. Heimilt verður að veiða 1009 dýr. Þegar allar umsóknir verða komnar í hús verður farið yfir þær með tilliti til hvort allir sem sækja um leyfi hafi tilskilin réttindi. Dregið verður úr gildum umsóknum í lok febrúar. Heimilt verður að veiða allt að 1009 hreindýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. Heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða 588 kýr alls og 421 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða. Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa. Það nýnæmi að sama veiðileyfisgjald er á öllum svæðum. Veiðileyfi á tarfa kostar á öllum svæðum 135.000 krónur og veiðileyfi á kýr á öllum svæðum kostar 80.000 kr.Á þessu ári eru einnig þau nýmæli að veiðimönnum er skylt að standast verklegt skotpróf áður en haldið er til hreindýraveiða. Af vef Lax-Á
Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Hróarslækur kominn til Iceland Outfitters Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði