Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 30-25 Kristinn Páll Teitsson í Safamýrinni skrifar 8. mars 2012 11:35 Þrátt fyrir að hafa verið undir fyrstu 48 mínútur leiksins náðu Framarar að stíga upp fyrir lokin og tryggja sér öruggan 5 marka sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld, 30-25. Afturelding þurftu nauðsynlega á stigunum að halda í kvöld, ef þeir töpuðu væru þeir gætu þeir ekki lengur komið sér úr umspilssæti upp á sæti sitt í N1-deild karla. Framarar þurftu einnig á öllum stigunum að halda til að halda uppi baráttu sinni við að komast í úrslitakeppnina en þeir voru í 5. sæti, 3 stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og höfðu frumkvæðið framan af, þeir tóku forystuna á fyrstu mínútu og héldu henni út fyrri hálfleikinn. Forystan varð þó aldrei meiri en 3 mörk og voru Framarar því aldrei langt undan. Það sama var upp á teningunum í byrjun seinni hálfleiks, gestirnir höfðu frumkvæðið en náðu aldrei að hrista Framara frá sér. Það var svo á 48. mínútu sem Framarar náðu í fyrsta sinn forystunni. Þeir slepptu henni aldrei og náðu að byggja upp gott forskot og unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Fram eru því enn í fínum möguleika á sæti í úrslitakeppninni, þeir eru 2 stigum á eftir HK eftir tap þeirra gegn Akureyri í kvöld. Gestirnir vita hinsvegar nú að þeir þurfa að fara í umspilsleiki upp á sæti sitt í deildinni næsta haust. Róbert Aron Hostert var atkvæðamestur í liði heimamanna með 9 mörk en í liði gestanna var Jóhann Jóhannsson markahæstur með 5. Einar: Skorti sjálfstraust í upphafi„Við vorum virkilega flottir í seinni hálfleik, seinasta korterið var frábært. Við komum okkur aldrei í gang í fyrri en vorum samt bara 2-3 mörkum undir þannig við vorum aldrei langt undan," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Við vorum rosalega stirðir og smá hræddir í sókninni í upphafi, það kannski skorti smá sjálfstraust eftir léleg úrslit að undanförnu. Við náðum sem betur fer að laga leik okkar í seinni." „Afturelding er eina liðið sem við höfðum ekki unnið í vetur, ég var stressaður fyrir þennan leik og strákarnir voru það eflaust líka. Þeir unnu góðann sigur hérna í haust og þetta er hörku lið. Þeir hafa verið að vinna eða standa í öllum toppliðunum og Reynir er að gera flotta hluti með þetta lið, það er alls ekki sjálfgefið að vinna þá." Eftir leikinn eiga Fram enn góðan möguleika á sæti í úrslitakeppninni. „Auðvitað ætlum við okkur í úrslitakeppnina, við leggjum þetta upp einn leik í einu. Næsti leikur er núna á sunnudaginn gegn Val og við ætlum okkur sigur þar, við þurfum núna að fara að gíra okkur inn fyrir þann leik," sagði Einar. Reynir: Þurfti kannski aðeins meiri karlmennsku„Þetta er auðvitað mjög svekkjandi, við leiddum meirihlutann af leiknum en svo náum við ekki að skora hérna í langann tíma rétt fyrir lokin og það kostaði okkur," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Það þurfti kannski aðeins meiri karlmennsku hérna í lokin hjá okkur til að klára þetta, þeir sáu að við vorum orðnir þreyttir hérna undir lokin. Við vorum skelkaðir þegar við lentum undir og skiptingarnar hjá þeim voru góðar, það var það sem kláraði leikinn hér í kvöld." „Við spiluðum mjög vel fyrstu 48 mínúturnar en svo ganga þeir á lagið, reynslan vó djúpt þar. Ég er hinsvegar ánægður með strákanna, þeir spiluðu vel í dag, við erum á góðri leið með þetta lið en það vantaði bara herslumuninn í dag." „Við erum búnir að vera að undirbúa okkur undir umspilsleikinn, við ætlum að reyna að undirbúa liðið sem best fyrir það því það er klárt mál að við ætlum að halda sætinu okkar í deildinni," sagði Reynir. Róbert: Ætlum ekki snemma í sumarfrí„Við byrjuðum illa, sérstaklega sóknarlega. Við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og náðum að laga leik okkar, við erum að reyna að komast í úrslitakeppnina og við þurfum að fá sem flest stig," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður Fram eftir leikinn. „Við vorum á þeirra tempói fyrstu mínúturnar en við vorum ekki að fara að tapa fleiri stigum gegn þeim, það var ekki möguleiki í okkar bókum. Við sýndum flottan karakter með að stíga upp og gefast aldrei upp." Róbert var atkvæðamestur í liði Fram með 9 mörk. „Ég var þokkalega heitur í skotunum í dag og vonandi get ég bara haldið áfram á þessari braut." „Við höfum sýnt í bikarnum það að við eigum heima í úrslitakeppnum. Við ætlum okkur í úrslitakeppnina, það er ekki í myndinni að fara svona snemma í sumarfrí." sagði Róbert. Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið undir fyrstu 48 mínútur leiksins náðu Framarar að stíga upp fyrir lokin og tryggja sér öruggan 5 marka sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld, 30-25. Afturelding þurftu nauðsynlega á stigunum að halda í kvöld, ef þeir töpuðu væru þeir gætu þeir ekki lengur komið sér úr umspilssæti upp á sæti sitt í N1-deild karla. Framarar þurftu einnig á öllum stigunum að halda til að halda uppi baráttu sinni við að komast í úrslitakeppnina en þeir voru í 5. sæti, 3 stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og höfðu frumkvæðið framan af, þeir tóku forystuna á fyrstu mínútu og héldu henni út fyrri hálfleikinn. Forystan varð þó aldrei meiri en 3 mörk og voru Framarar því aldrei langt undan. Það sama var upp á teningunum í byrjun seinni hálfleiks, gestirnir höfðu frumkvæðið en náðu aldrei að hrista Framara frá sér. Það var svo á 48. mínútu sem Framarar náðu í fyrsta sinn forystunni. Þeir slepptu henni aldrei og náðu að byggja upp gott forskot og unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Fram eru því enn í fínum möguleika á sæti í úrslitakeppninni, þeir eru 2 stigum á eftir HK eftir tap þeirra gegn Akureyri í kvöld. Gestirnir vita hinsvegar nú að þeir þurfa að fara í umspilsleiki upp á sæti sitt í deildinni næsta haust. Róbert Aron Hostert var atkvæðamestur í liði heimamanna með 9 mörk en í liði gestanna var Jóhann Jóhannsson markahæstur með 5. Einar: Skorti sjálfstraust í upphafi„Við vorum virkilega flottir í seinni hálfleik, seinasta korterið var frábært. Við komum okkur aldrei í gang í fyrri en vorum samt bara 2-3 mörkum undir þannig við vorum aldrei langt undan," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Við vorum rosalega stirðir og smá hræddir í sókninni í upphafi, það kannski skorti smá sjálfstraust eftir léleg úrslit að undanförnu. Við náðum sem betur fer að laga leik okkar í seinni." „Afturelding er eina liðið sem við höfðum ekki unnið í vetur, ég var stressaður fyrir þennan leik og strákarnir voru það eflaust líka. Þeir unnu góðann sigur hérna í haust og þetta er hörku lið. Þeir hafa verið að vinna eða standa í öllum toppliðunum og Reynir er að gera flotta hluti með þetta lið, það er alls ekki sjálfgefið að vinna þá." Eftir leikinn eiga Fram enn góðan möguleika á sæti í úrslitakeppninni. „Auðvitað ætlum við okkur í úrslitakeppnina, við leggjum þetta upp einn leik í einu. Næsti leikur er núna á sunnudaginn gegn Val og við ætlum okkur sigur þar, við þurfum núna að fara að gíra okkur inn fyrir þann leik," sagði Einar. Reynir: Þurfti kannski aðeins meiri karlmennsku„Þetta er auðvitað mjög svekkjandi, við leiddum meirihlutann af leiknum en svo náum við ekki að skora hérna í langann tíma rétt fyrir lokin og það kostaði okkur," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Það þurfti kannski aðeins meiri karlmennsku hérna í lokin hjá okkur til að klára þetta, þeir sáu að við vorum orðnir þreyttir hérna undir lokin. Við vorum skelkaðir þegar við lentum undir og skiptingarnar hjá þeim voru góðar, það var það sem kláraði leikinn hér í kvöld." „Við spiluðum mjög vel fyrstu 48 mínúturnar en svo ganga þeir á lagið, reynslan vó djúpt þar. Ég er hinsvegar ánægður með strákanna, þeir spiluðu vel í dag, við erum á góðri leið með þetta lið en það vantaði bara herslumuninn í dag." „Við erum búnir að vera að undirbúa okkur undir umspilsleikinn, við ætlum að reyna að undirbúa liðið sem best fyrir það því það er klárt mál að við ætlum að halda sætinu okkar í deildinni," sagði Reynir. Róbert: Ætlum ekki snemma í sumarfrí„Við byrjuðum illa, sérstaklega sóknarlega. Við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og náðum að laga leik okkar, við erum að reyna að komast í úrslitakeppnina og við þurfum að fá sem flest stig," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður Fram eftir leikinn. „Við vorum á þeirra tempói fyrstu mínúturnar en við vorum ekki að fara að tapa fleiri stigum gegn þeim, það var ekki möguleiki í okkar bókum. Við sýndum flottan karakter með að stíga upp og gefast aldrei upp." Róbert var atkvæðamestur í liði Fram með 9 mörk. „Ég var þokkalega heitur í skotunum í dag og vonandi get ég bara haldið áfram á þessari braut." „Við höfum sýnt í bikarnum það að við eigum heima í úrslitakeppnum. Við ætlum okkur í úrslitakeppnina, það er ekki í myndinni að fara svona snemma í sumarfrí." sagði Róbert.
Olís-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira