Lionel Messi skoraði fimm af sjö mörkum Barcelona í kvöld í seinni leik liðsins á móti þýska liðinu Bayern Leverkusen í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Með því að skora fimmu í þessum leik setti argentínski snillingurinn tvö met í Meistaradeildinni.
Messi varð fyrsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem nær því að skora fimm mörk í einum leik en þegar hann skoraði sitt fjórða mark í leiknum þá varð hann ennfremur fyrsti leikmaðurinn í sögu keppninnar sem nær því að skora tvisvar sinnum fjögur mörk í einum leik. Messi skoraði fjögur mörk á móti Arsenal í fyrra.
Messi hefur skorað tólf mörk og gefið sex stoðsendingar í sjö leikjum sínum í Meistaradeildinni í ár og er alls kominn með 49 Meistaradeildarmörk á ferlinum þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir AFP-fréttastofunnar af Messi frá því í kvöld. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Messi sló tvö Meistaradeildarmet í kvöld - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
