McIlroy vann og komst í efsta sæti heimslistans | Tiger frábær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2012 23:00 Rory McIlroy á mótinu í Florida í dag. Nordic Photos / Getty Images Norður-Írinn Rory McIlroy bar í kvöld sigur úr býtum á Honda-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni og varð þar með næstyngsti kylfingur sögunnar sem kemst í efsta sæti heimslistans. McIlroy spilaði á 69 höggum í dag og alls á 268 höggum eða tólf höggum undir pari. Hann þurfti þó að hafa fyrir hlutunum enda sótti Tiger Woods stíft að honum í dag. McIlroy hélt þó ró sinni og fagnaði góðum sigri. Tiger spilaði stórkostlegt golf í dag og skilaði sér í hús á 62 höggum eða átta undir pari vallarins. Hann var í 2.-3. sæti mótsins ásamt Bandaríkjamanninum Tom Gillis sem jafnaði Tiger með fugli á átjándu holu. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Tiger sem hefur ekki unnið mót á PGA-mótaröðinni síðan í september árið 2009. Hann virðist vera að spila betur með hverju mótinu og nálgast óðum sitt gamla form. Lee Westwood varð fjórði eftir að hafa spilað á sjö höggum undir pari í dag. Hann var samtals á átta höggum undir pari. McIlroy er 22 ára gamall og vann sitt fyrsta stórmót á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Tiger var 21 árs þegar að hann komst í efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á sínum tíma en McIlroy verður 23 ára í maí næstkomandi. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy bar í kvöld sigur úr býtum á Honda-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni og varð þar með næstyngsti kylfingur sögunnar sem kemst í efsta sæti heimslistans. McIlroy spilaði á 69 höggum í dag og alls á 268 höggum eða tólf höggum undir pari. Hann þurfti þó að hafa fyrir hlutunum enda sótti Tiger Woods stíft að honum í dag. McIlroy hélt þó ró sinni og fagnaði góðum sigri. Tiger spilaði stórkostlegt golf í dag og skilaði sér í hús á 62 höggum eða átta undir pari vallarins. Hann var í 2.-3. sæti mótsins ásamt Bandaríkjamanninum Tom Gillis sem jafnaði Tiger með fugli á átjándu holu. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Tiger sem hefur ekki unnið mót á PGA-mótaröðinni síðan í september árið 2009. Hann virðist vera að spila betur með hverju mótinu og nálgast óðum sitt gamla form. Lee Westwood varð fjórði eftir að hafa spilað á sjö höggum undir pari í dag. Hann var samtals á átta höggum undir pari. McIlroy er 22 ára gamall og vann sitt fyrsta stórmót á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Tiger var 21 árs þegar að hann komst í efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á sínum tíma en McIlroy verður 23 ára í maí næstkomandi.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira