Golf

Tiger komst í gegnum niðurskurðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiger Woods í gær.
Tiger Woods í gær. Mynd/AP
Tiger Woods spilaði nógu vel á öðrum degi Honda-meistaramótsins á PGA-mótaröðinni í golfi til að komast í gegnum niðurskurðinn. Hann skilaði sér í hús á 68 höggum, tveimur undir pari vallarins.

Tiger lenti í basli í upphafi hringsins en náði tveimur fuglum á tveimur síðustu holunum. „Þetta var svolítill bardagi í dag en ég hef sennilega ekki slegið svona illa í nokkra mánuði," sagði Woods.

„Þetta gekk ekki nógu vel en ég náði þó að klára þetta. Ég var að pútta betur og var það takmarkið í dag."

Tiger er sem stendur í 31.-41. sæti á 139 höggum en Bandaríkjamaðurinn Tom Gillis er efstur á sex höggum undir pari. Næstur kemur Englendingurinn Justin Rose á fjórum undir pari en Norður-Írinn Rory McIlroy er þriðji á þremur undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×