Enski boltinn

Messi: Rooney, Van Persie og Aguero eru þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir að Sergio Aguero, Wayne Rooney og Robin van Persie séu þrír bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Messi hefur verið gjörsamlega óstöðvandi með Barcelona-liðinu í vetur en BBC fékk hann til að tala um þá leikmenn sem hann sjálfur hefur hrifist mest af.

„Það eru margir góðir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eins og vinur minn Kun Aguero. Ég er mjög hrifinn af því hvernig hann spilar," sagði Lionel Messi.

„Rooney og Van Persie eru líka að spila vel en þeir eru frábærir leikmenn," bætti Messi við.

Messi segist ekki vera líkur neinum öðrum leikmanni. „Það er enginn leikmaður eins. Allir leikmenn hafa sinn stíl og við erum allir ólíkir hverjum öðrum," sagði Messi.

Messi vill ekki heldur nefna besta leikmanninn sem hann hefur spilað með. „Ég var svo heppinn að spila með Ronaldinho, með Deco, með [Samuel] Eto'o og svo núna með Xavi [Hernandez], [Andres] Iniesta og Cesc [Fabregas]. Það er mjög erfitt að taka einhvern út," sagði Messi.

„Allir þessir leikmenn eru stórkostlegir og ég er mjög heppinn að hafa fengið að spila með þeim sem og að upplifa það að æfa með þeim. Það var dásamlegt," sagði Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×