Lífið

Súkkulaði Brownie eftir besta hráfæðiskokk heims

Sólveg Eiríksdóttir besti hráfæðiskokkur heims.
Sólveg Eiríksdóttir besti hráfæðiskokkur heims.
Hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir sem fór með sigur af hólmi í keppni hráfæðismatreiðslumanna á dögunum eftir að hún var tilnefnd í tveimur flokkum, „BEST of RAW Gourmet Chef" og líka í „Best RAW Simple Chef" og sigraði báða flokkana gefur Lífinu kökuuppskrift fyrir helgina sem bræðir bragðlaukana svo um munar.



Súkkulaði „Brownie" með himnesku súkkulaðikremi

4 dl valhnetur

1 dl kakóduft

½ dl hrásykur eða kókossykur

½ dl döðlur, smátt saxaðar

½ dl fíkjur, lagðar í bleyti í 15 mín, þerraðar og smátt saxaðar

2 msk kaldpressuð kókosolía

1 tsk vanilluduft eða dropar

¼ tsk kanill

½ dl smátt saxaðar léttristaðar valhnetur

Setjið 4 dl af valhnetum í matvinnsluvél, stillið á lægsta hraða og malið hneturnar í mjöl. Bætið restinni af uppskriftinni útí og blandið þar til þetta klístrast saman og myndar deig. Þrýstið deiginu niður í 20x20cm form, setjið plastfilmu yfir formið og látið inn í kæli/frysti í um 30 mín áður en kreminu er smurt á.

Krem

1 dl döðlur, smátt saxaðar

1 dl agavesýróp

1 dl kakó

½ dl kaldpressuð kókosolía

1/4 dl kakósmjör (brætt - má nota kókosolíu)

½ dl kókosmjólk

3-4 dropar mintuolía

Allt sett í matvinnsluvél eða í kröftugan blandara og blandað þar til silkimjúkt og kekklaust. Ef kremið er of þurrt má bæta smá kókosmjólk útí. Takið botninn úr frystinum og smyrjið kreminu oná. Geymist í viku í ísskáp eða 1-2 mánuði í frysti.

Glo.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×