Meiðsli Tiger Woods eru ekki alvarleg 13. mars 2012 10:15 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Getty Images / Nordic Photos Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Woods hætti keppni þegar hann var búinn með 11 holur af alls 18 á lokadeginum vegna verkja í hásin en hann hefur glímt við meiðsli á því svæði í nokkur misseri. Tiger mun hefja æfingar á ný í þessari viku og allar líkur á því að hann verði með á fyrsta stórmóti ársins – Mastersmótinu á Augusta sem hefst í byrjun apríl. Woods skrifaði á Twitter samskiptasíðuna í gær að hann hefði fengið góðar fréttir eftir að læknar höfðu skoða meiðslin. „Ég fékk góðar fréttir frá lækninum. Lítilsháttar tognun í hásin. Fer að slá golfbolta síðar í þessari viku og er bjartsýnn fyrir næstu viku," skrifaði Woods sem gæti tekið þátt á Bay Hill meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Woods meiddist á hásin á Mastersmótinu fyrir ári síðan og þau meiðsli héldu honum frá keppni í þrjá mánuði. Á þeim tíma missti hann af tveimur stórmótum. Hinn 36 ára gamli Woods hefur skráð sig til leiks á Arnold Palmer meistaramótinu á Bay Hill vellinum sem fram fer 22.-25. mars. Það er síðasta mótið sem Tiger tekur þátt í áður en kemur að Mastermótinu 5.-8. apríl. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Woods hætti keppni þegar hann var búinn með 11 holur af alls 18 á lokadeginum vegna verkja í hásin en hann hefur glímt við meiðsli á því svæði í nokkur misseri. Tiger mun hefja æfingar á ný í þessari viku og allar líkur á því að hann verði með á fyrsta stórmóti ársins – Mastersmótinu á Augusta sem hefst í byrjun apríl. Woods skrifaði á Twitter samskiptasíðuna í gær að hann hefði fengið góðar fréttir eftir að læknar höfðu skoða meiðslin. „Ég fékk góðar fréttir frá lækninum. Lítilsháttar tognun í hásin. Fer að slá golfbolta síðar í þessari viku og er bjartsýnn fyrir næstu viku," skrifaði Woods sem gæti tekið þátt á Bay Hill meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Woods meiddist á hásin á Mastersmótinu fyrir ári síðan og þau meiðsli héldu honum frá keppni í þrjá mánuði. Á þeim tíma missti hann af tveimur stórmótum. Hinn 36 ára gamli Woods hefur skráð sig til leiks á Arnold Palmer meistaramótinu á Bay Hill vellinum sem fram fer 22.-25. mars. Það er síðasta mótið sem Tiger tekur þátt í áður en kemur að Mastermótinu 5.-8. apríl.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira