Asískir leikmenn gera það gott í þýska boltanum þessa dagana og forráðamenn FC Bayern virðast hafa mikla trú á leikmönnum frá Japan því þeir ætla að opna knattspyrnuakademíu nærri Hiroshima.
Bayern hefur lengi verið eitt vinsælasta knattspyrnuliðið í Japan en áhuginn á liðinu hefur dalað í kjölfar þess að lánsmaðurinn frá Japan, Takashi Usami, fær lítið að spila hjá liðinu.
Á sama tíma eru þrír aðrir Japanir að blómstra með öðrum liðum í Þýskalandi.
Akademían mun taka við 320 leikmönnum á aldrinum þriggja ára til fimmtán. Forráðamenn Bayern vonast til þess að þetta útspil muni skila liðinu góðum leikmönnum sem og að Bayern verði aftur vinsælasta, þýska liðið í Japan.
Bayern München opnar knattspyrnuakademíu í Japan

Mest lesið


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1