Asískir leikmenn gera það gott í þýska boltanum þessa dagana og forráðamenn FC Bayern virðast hafa mikla trú á leikmönnum frá Japan því þeir ætla að opna knattspyrnuakademíu nærri Hiroshima.
Bayern hefur lengi verið eitt vinsælasta knattspyrnuliðið í Japan en áhuginn á liðinu hefur dalað í kjölfar þess að lánsmaðurinn frá Japan, Takashi Usami, fær lítið að spila hjá liðinu.
Á sama tíma eru þrír aðrir Japanir að blómstra með öðrum liðum í Þýskalandi.
Akademían mun taka við 320 leikmönnum á aldrinum þriggja ára til fimmtán. Forráðamenn Bayern vonast til þess að þetta útspil muni skila liðinu góðum leikmönnum sem og að Bayern verði aftur vinsælasta, þýska liðið í Japan.
Bayern München opnar knattspyrnuakademíu í Japan

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn




„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti