Franska b-deildarliðið Angers hefur boðið Lionel Messi samning og reka örugglega margir nú upp stór augu. Það er þó ekki um hinn eina og sanna Messi hjá Barcelona að ræða heldur nafna hans.
Lionel Messi Nyamsi er 17 ára gamall miðjumaður sem fæddist í Kamerún. Hann hefur verið að spila með Toulouse Fontaines og þar sá yfirnjósnari Angers hann spila.
„Ég sá hann spila á móti í suðvestur Frakklandi. Við hann fékk að koma á reynslu til okkar hjá Angers. Hann hefur góða tilfinningu fyrir leiknum og við buðum honum samning. Hann er að skoða hann," sagði Axel Labatiniere, yfirnjósnari hjá Angers.
„Ég hef fengið önnur tilboð en ég býst við því að enda hjá Angers. Mín stærsti draumur er að spila við hliðina á Leo Messi. Ég er fæddur í Kamerún en ég er Frakki," sagði Messi í viðtali við franska fótboltavefsíðuna Chronofoot.
Lionel Messi á leið til franska liðsins Angers
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

