Tiger fagnaði sigri eftir 924 daga bið | snilldartaktar á Bay Hill 25. mars 2012 23:04 Tiger Woods fagnaði sínum fyrsta sigri í kvöld eftir 924 daga bið. AP Tiger Woods sigraði á Bay Hill meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í kvöld. Þetta er tímamótasigur hjá bandaríska kylfingnum sem hafði ekki fagnað sigri á atvinnumóti frá árinu 2009. Bay Hill virðist vera einn af uppáhaldskeppnisvöllum hjá Woods. Því þetta er í sjöunda sinn sem hann sigrar á þessu móti. Woods var fimm höggum betri en Norður-Írinn Graeme McDowell sem endaði í öðru sæti. Woods lék lokahringinn á -2 eða 70 höggum og var hann samtals á -13. Þetta er mesti munur á PGA móti frá því að Rory McIlroy sigraði með átta högga mun á opna bandaríska meistaramótinu á síðasta ári. "Þetta er góð tilfinning, mjög góð tilfinning,“ sagði Woods í sjónvarpsviðtali við NBC eftir keppnina. "Aðstæður voru erfiðar og holustaðsetningar voru hrikalegar. Arnie náði að gera okkur grikk,“ bætti Woods við og vitnaði þar í Arnold Palmer sem er gestgjafinn á þessu móti. "Hafið gætur á ykkur strákar sem eruð á PGA mótaröðinni. Tiger er mættur til leiks á ný,“ sagði Johnny Miller golfsérfræðingur á NBC sjónvarpsstöðinni eftir keppnina. Woods hefur sigrað á 72 mótum á PGA mótaröðinni. Fyrir lokahringinn hafði Woods eins höggs forskot á McDowell. Golf Tengdar fréttir Öskur setti Tiger úr jafnvægi | Eins höggs forskot fyrir lokahringinn Tiger Woods er í kjörstöðu fyrir lokahringinn á Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando sem leikinn verður í dag. Tiger, sem lék hringinn í gær á einu höggi undir pari, hefur eins höggs forskot á Norður-Írann Graeme McDowell. 25. mars 2012 09:00 Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00 Feherty gerði stólpagrín að Tiger Woods | myndband David Feherty, golfsérfræðingur Golf Channel, er þekktur fyrir að láta flest flakka þegar hann opnar munninn. Írinn, sem var á árum áður atvinnumaður í golfi, er einn þekktasti íþróttafréttamaðurinn sem fjallar um golf og hann er einnig sá umdeildasti. 22. mars 2012 13:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods sigraði á Bay Hill meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í kvöld. Þetta er tímamótasigur hjá bandaríska kylfingnum sem hafði ekki fagnað sigri á atvinnumóti frá árinu 2009. Bay Hill virðist vera einn af uppáhaldskeppnisvöllum hjá Woods. Því þetta er í sjöunda sinn sem hann sigrar á þessu móti. Woods var fimm höggum betri en Norður-Írinn Graeme McDowell sem endaði í öðru sæti. Woods lék lokahringinn á -2 eða 70 höggum og var hann samtals á -13. Þetta er mesti munur á PGA móti frá því að Rory McIlroy sigraði með átta högga mun á opna bandaríska meistaramótinu á síðasta ári. "Þetta er góð tilfinning, mjög góð tilfinning,“ sagði Woods í sjónvarpsviðtali við NBC eftir keppnina. "Aðstæður voru erfiðar og holustaðsetningar voru hrikalegar. Arnie náði að gera okkur grikk,“ bætti Woods við og vitnaði þar í Arnold Palmer sem er gestgjafinn á þessu móti. "Hafið gætur á ykkur strákar sem eruð á PGA mótaröðinni. Tiger er mættur til leiks á ný,“ sagði Johnny Miller golfsérfræðingur á NBC sjónvarpsstöðinni eftir keppnina. Woods hefur sigrað á 72 mótum á PGA mótaröðinni. Fyrir lokahringinn hafði Woods eins höggs forskot á McDowell.
Golf Tengdar fréttir Öskur setti Tiger úr jafnvægi | Eins höggs forskot fyrir lokahringinn Tiger Woods er í kjörstöðu fyrir lokahringinn á Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando sem leikinn verður í dag. Tiger, sem lék hringinn í gær á einu höggi undir pari, hefur eins höggs forskot á Norður-Írann Graeme McDowell. 25. mars 2012 09:00 Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00 Feherty gerði stólpagrín að Tiger Woods | myndband David Feherty, golfsérfræðingur Golf Channel, er þekktur fyrir að láta flest flakka þegar hann opnar munninn. Írinn, sem var á árum áður atvinnumaður í golfi, er einn þekktasti íþróttafréttamaðurinn sem fjallar um golf og hann er einnig sá umdeildasti. 22. mars 2012 13:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Öskur setti Tiger úr jafnvægi | Eins höggs forskot fyrir lokahringinn Tiger Woods er í kjörstöðu fyrir lokahringinn á Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando sem leikinn verður í dag. Tiger, sem lék hringinn í gær á einu höggi undir pari, hefur eins höggs forskot á Norður-Írann Graeme McDowell. 25. mars 2012 09:00
Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45
Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00
Feherty gerði stólpagrín að Tiger Woods | myndband David Feherty, golfsérfræðingur Golf Channel, er þekktur fyrir að láta flest flakka þegar hann opnar munninn. Írinn, sem var á árum áður atvinnumaður í golfi, er einn þekktasti íþróttafréttamaðurinn sem fjallar um golf og hann er einnig sá umdeildasti. 22. mars 2012 13:30