Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson voru í vörn Hönefoss sem fagnar eflaust stiginu vel. Hönefoss eru nýliðar í deildinni.
Pálmi Rafn Pálmason var á miðjunni hjá Lilleström og nældi sér í gult spjald. Þá spilaði Björn Bergmann Sigurðarson allan leikinn í framlínu liðsins. Stefán Logi Magnússon var hins vegar á varamannabekk Lilleström.
Fleiri Íslendingar verða í eldlínunni á morgun þegar fimm leikir fara fram.
Fyrsti leikur tímabilsins fór fram í gærkvöldi þegar meistararnir í Molde lögðu Strömsgodset á heimavelli 2-1.
Markalaust í Íslendingaslagnum í norska boltanum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn


