Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson voru báðir í byrjunarliði Brann sem vann 3-1 heimasigur á Sandnes Ulf í norku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék fyrstu 78 mínúturnar með nýliðum Sandnes Ulf.
Rodolph Austin kom Brann í 1-0 á 12. mínútu en Kamal Saaliti jafnaði metin fyrir Sandnes Ulf átta mínútum síðar. Amin Askar og Kim Ojo tryggði Brann síðan sigurinn með mörkum með tveggja mínútna millibili eftir klukktíma leik.
Þetta var fyrsti leikur Hannesar með Brann-liðinu en liðið tapaði á móti Rosenborg BK í fyrstu umferðinni þar sem að markvörðurinn Piotr Leciejewski meiddist.
Hannes og Birkir höfðu betur á móti Steinþóri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
