Versti árangur Tiger Woods á Mastersmótinu frá 1996 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2012 22:18 Tiger Woods. Mynd/AP Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari. Tiger og Rory McIlroy, annar kylfingur sem var búist við mikið af, voru jafnir í 41. sæti ásamt Aaron Baddeley. Þetta er versti árangur Tigers á Mastersmótinu síðan 1996 að hann tók fyrst þátt 1995 en hann var þá ennþá bara áhugamaður og endaði í 41. sæti. Tiger náði ekki niðurskurðinum árið 1996. Tiger vann Mastersmótið í fyrsta sinn tveimur árum síðar og hafði alltaf endaði meðal 22 efstu síðan þá. Tiger vann Mastersmótið einnig 2001, 2002 og 2005. Það hefur gengið á ýmsu hjá Tiger síðustu ár en hann hafði engu að síður verið inn á topp sex á Mastersmótinu undanfarin sjö ár eða síðan að hann endaði í 22. sæti árið 2004.Sæti Tiger Woods á Mastersmótinu: 1995 - 41. sæti 1996 - Náði ekki niðurskurðinum 1997 - Vann mótið 1998 - 8. sæti 1999 - 18. sæti 2000 - 5. sæti 2001 - Vann mótið 2002 - Vann mótið 2003 - 15. sæti 2004 - 22. sæti 2005 - Vann mótið 2006 - 3. sæti 2007 - 2. sæti 2008 - 2. sæti 2009 - 6. sæti 2010 - 4. sæti 2011 - 4. sæti 2012 - 41. sæti Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods var vægast langt frá sínu besta á Masters-mótinu í golfi en hann endaði á því að spila fjórða og síðasta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Tiger lék hringina fjóra á 293 höggum eða fimm yfir pari. Tiger og Rory McIlroy, annar kylfingur sem var búist við mikið af, voru jafnir í 41. sæti ásamt Aaron Baddeley. Þetta er versti árangur Tigers á Mastersmótinu síðan 1996 að hann tók fyrst þátt 1995 en hann var þá ennþá bara áhugamaður og endaði í 41. sæti. Tiger náði ekki niðurskurðinum árið 1996. Tiger vann Mastersmótið í fyrsta sinn tveimur árum síðar og hafði alltaf endaði meðal 22 efstu síðan þá. Tiger vann Mastersmótið einnig 2001, 2002 og 2005. Það hefur gengið á ýmsu hjá Tiger síðustu ár en hann hafði engu að síður verið inn á topp sex á Mastersmótinu undanfarin sjö ár eða síðan að hann endaði í 22. sæti árið 2004.Sæti Tiger Woods á Mastersmótinu: 1995 - 41. sæti 1996 - Náði ekki niðurskurðinum 1997 - Vann mótið 1998 - 8. sæti 1999 - 18. sæti 2000 - 5. sæti 2001 - Vann mótið 2002 - Vann mótið 2003 - 15. sæti 2004 - 22. sæti 2005 - Vann mótið 2006 - 3. sæti 2007 - 2. sæti 2008 - 2. sæti 2009 - 6. sæti 2010 - 4. sæti 2011 - 4. sæti 2012 - 41. sæti
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira