Kylfingurinn Tiger Woods lék örlítið betur á Masters í dag en hann fór hringinn á pari vallarsins. Woods náði aftur á móti ekki að komast nálægt toppnum og er enn langt frá efstu mönnum. Leikið er á Augusta Nationa-vellinum í Bandaríkjunum.
Samtals er Tiger búin að leika á þremur höggum yfir pari og verður að teljast ómögulegt fyrir kappann að blanda sér í toppbaráttuna.
Fred Couples hefur spilað fanta flott golf á mótinu og er meðal efstu manna. Menn á borð við Justin Rose, Lee Westwood og Sergio Garcia eru að berjast um efsta sætið. Efstu menn eru að leggja af stað í þriðja hringinn núna og verður spennandi að sjá hvernig hann þróast.
