Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Noregur 34-34 Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 3. apríl 2012 14:39 Íslenska karlalandsliðið var víðsfjarri sínu besta í kvöld er það tók á móti B-liði Noregs. Leikur liðsins hreinasta hörmung og jafntefli niðurstaðan. Leikur íslenska liðsins var ekki ýkja merkilegur en leikmenn virtust hreinlega ekki nenna að spila gegn B-liði Noregs sem barðist hatrammlega. Ísland lenti þrem mörkum undir í síðari hálfleik en strákarnir rifa sig upp á lokamínútunum og komust yfir. Misstu svo forskotið aftur niður og urðu að sætta sig við jafntefli sem er hörmuleg niðurstaða. Sóknarleikurinn var góður hjá íslenska liðinu en varnarleikurinn skelfilegur og hugarfarið augljóslega engan veginn í lagi. Vonandi er ástæðan fyrir þessum slæma leik að strákarnir séu með hugann við næstu helgi en þeir fengu áminningu í kvöld sem þeir verða að taka alvarlega. Ef þeir mæta ekki rétt stemmdir gegn Síle og Japan gætu Ólympíudraumurinn dáið. Snorri: Hefðum getað skorað 40 mörkmynd/valliSnorri Steinn Guðjónsson gat séð ýmislegt jákvætt við leikinn í kvöld þó svo hann hafi verið í heildina mjög slakur af hálfu íslenska liðsins. Snorri var einn af fáum mönnum í íslenska liðinu sem lék af einhverjum krafti. "Mér fannst þetta kannski ekki skelfilegt en við vorum svo sannarlega ekkert frábærir. Við skoruðum 34 mörk sem var gott og áttum að vinna leikinn. Varnarleikurinn var eðlilega alls ekkert nógu góður," sagði Snorri Steinn og bætti við að liðið viti vel að það getur mun betur. "Mér fannst góðir punktar í sóknarleiknum og kerfi sem við vorum búnir að æfa voru að ganga vel. Við gerðum auðvitað allt of mörg mistök og klúðrum einnig dauðafærum. Við hefðum hæglega getað skorað 40 mörk. "Þetta er lýsandi fyrir okkur. Erum oft lengi í gang í varnarleiknum og það er klárlega eitthvað sem þarf að laga fyrir fyrsta leik á föstudaginn," sagði Snorri en finnst honum erfitt að rífa sig upp fyrir leiki gegn fyrir fram lakari andstæðingi? "Alls ekki. Mér finnst það ekki vera en ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig. Það eru samt allir meðvitaðir hvað er í húfi um næstu helgi og mér finnst menn hafa verið mjög einbeittir á æfingum og ég trúi því að við verðum klárir þegar við komum út." Ólafur: Verðum að strika þennan leik útmynd/valliÓlafur Stefánsson landsliðsfyrirliði spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega 300 daga. Hann átti ekki sinn besta dag frekar en félagar hans í liðinu. "Ég hefði gjarnan viljað betri leik hjá okkur hér í kvöld," sagði Ólafur ekki alveg nógu sáttur. "Við vorum rólegir í gang og svo komu nokkrir góðir kaflar en það var ekki mikið. Við verðum að strika þennan leik út. Þetta verður eitthvað annað á föstudag og laugardag. "Vörnin verður samt auðvitað að smella hjá okkur. Mér finnst að við eigum að taka þetta lið með svona sex mörkum en við gleymum þessu bara. Það sem máli skiptir eru leikirnir á föstudag og laugardag." Arnór: Erum með hugann við næstu helgimynd/valli"Auðvitað nennir maður alltaf að spila landsleik og sérstaklega hérna í Höllinni. Það má samt ekki gleyma því að við höfum verið með hugann við næstu helgi í svolítið langan tíma," sagði Arnór Atlason aðspurður um hvort liðið hefði ekki verið að nenna því að spila í kvöld. "Allt tímabilið höfum við hugsað um páskahelgina og það situr kannski í hausnum á mönnum að komast þangað óskaddaðir. Auðvitað eigum við samt ekki að spila svona hræðilegan leik. Það voru margir langt undir pari og þar á meðal ég," sagði Arnór en hann fagnar hverri mínútu á vellinum enda að jafna sig af meiðslum. "Við nýttum leikinn vel að því leyti að við prófuðum hluti í vörn og sókn sem við höfum verið að æfa. Við verðum samt að vera í miklu betri gír um næstu helgi. "Leikirnir gegn Síle og Japan eru stórhættulegir og sérstaklega fyrir okkur. Öll önnur lið sem eru í sama klassa og við myndu vinna slíka leiki örugglega en við eigum það til að detta niður í slíkum leikjum. "Við vitum hvað við getum dottið niður og þess vegna verðum við að vera algerlega á tánum til þess að klára þetta. Þetta er svo ótrúlega stórt tækifæri að við getum ekki leyft okkur neina vitleysu." Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið var víðsfjarri sínu besta í kvöld er það tók á móti B-liði Noregs. Leikur liðsins hreinasta hörmung og jafntefli niðurstaðan. Leikur íslenska liðsins var ekki ýkja merkilegur en leikmenn virtust hreinlega ekki nenna að spila gegn B-liði Noregs sem barðist hatrammlega. Ísland lenti þrem mörkum undir í síðari hálfleik en strákarnir rifa sig upp á lokamínútunum og komust yfir. Misstu svo forskotið aftur niður og urðu að sætta sig við jafntefli sem er hörmuleg niðurstaða. Sóknarleikurinn var góður hjá íslenska liðinu en varnarleikurinn skelfilegur og hugarfarið augljóslega engan veginn í lagi. Vonandi er ástæðan fyrir þessum slæma leik að strákarnir séu með hugann við næstu helgi en þeir fengu áminningu í kvöld sem þeir verða að taka alvarlega. Ef þeir mæta ekki rétt stemmdir gegn Síle og Japan gætu Ólympíudraumurinn dáið. Snorri: Hefðum getað skorað 40 mörkmynd/valliSnorri Steinn Guðjónsson gat séð ýmislegt jákvætt við leikinn í kvöld þó svo hann hafi verið í heildina mjög slakur af hálfu íslenska liðsins. Snorri var einn af fáum mönnum í íslenska liðinu sem lék af einhverjum krafti. "Mér fannst þetta kannski ekki skelfilegt en við vorum svo sannarlega ekkert frábærir. Við skoruðum 34 mörk sem var gott og áttum að vinna leikinn. Varnarleikurinn var eðlilega alls ekkert nógu góður," sagði Snorri Steinn og bætti við að liðið viti vel að það getur mun betur. "Mér fannst góðir punktar í sóknarleiknum og kerfi sem við vorum búnir að æfa voru að ganga vel. Við gerðum auðvitað allt of mörg mistök og klúðrum einnig dauðafærum. Við hefðum hæglega getað skorað 40 mörk. "Þetta er lýsandi fyrir okkur. Erum oft lengi í gang í varnarleiknum og það er klárlega eitthvað sem þarf að laga fyrir fyrsta leik á föstudaginn," sagði Snorri en finnst honum erfitt að rífa sig upp fyrir leiki gegn fyrir fram lakari andstæðingi? "Alls ekki. Mér finnst það ekki vera en ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig. Það eru samt allir meðvitaðir hvað er í húfi um næstu helgi og mér finnst menn hafa verið mjög einbeittir á æfingum og ég trúi því að við verðum klárir þegar við komum út." Ólafur: Verðum að strika þennan leik útmynd/valliÓlafur Stefánsson landsliðsfyrirliði spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega 300 daga. Hann átti ekki sinn besta dag frekar en félagar hans í liðinu. "Ég hefði gjarnan viljað betri leik hjá okkur hér í kvöld," sagði Ólafur ekki alveg nógu sáttur. "Við vorum rólegir í gang og svo komu nokkrir góðir kaflar en það var ekki mikið. Við verðum að strika þennan leik út. Þetta verður eitthvað annað á föstudag og laugardag. "Vörnin verður samt auðvitað að smella hjá okkur. Mér finnst að við eigum að taka þetta lið með svona sex mörkum en við gleymum þessu bara. Það sem máli skiptir eru leikirnir á föstudag og laugardag." Arnór: Erum með hugann við næstu helgimynd/valli"Auðvitað nennir maður alltaf að spila landsleik og sérstaklega hérna í Höllinni. Það má samt ekki gleyma því að við höfum verið með hugann við næstu helgi í svolítið langan tíma," sagði Arnór Atlason aðspurður um hvort liðið hefði ekki verið að nenna því að spila í kvöld. "Allt tímabilið höfum við hugsað um páskahelgina og það situr kannski í hausnum á mönnum að komast þangað óskaddaðir. Auðvitað eigum við samt ekki að spila svona hræðilegan leik. Það voru margir langt undir pari og þar á meðal ég," sagði Arnór en hann fagnar hverri mínútu á vellinum enda að jafna sig af meiðslum. "Við nýttum leikinn vel að því leyti að við prófuðum hluti í vörn og sókn sem við höfum verið að æfa. Við verðum samt að vera í miklu betri gír um næstu helgi. "Leikirnir gegn Síle og Japan eru stórhættulegir og sérstaklega fyrir okkur. Öll önnur lið sem eru í sama klassa og við myndu vinna slíka leiki örugglega en við eigum það til að detta niður í slíkum leikjum. "Við vitum hvað við getum dottið niður og þess vegna verðum við að vera algerlega á tánum til þess að klára þetta. Þetta er svo ótrúlega stórt tækifæri að við getum ekki leyft okkur neina vitleysu."
Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira