Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Noregur 34-34 Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar 3. apríl 2012 14:39 Íslenska karlalandsliðið var víðsfjarri sínu besta í kvöld er það tók á móti B-liði Noregs. Leikur liðsins hreinasta hörmung og jafntefli niðurstaðan. Leikur íslenska liðsins var ekki ýkja merkilegur en leikmenn virtust hreinlega ekki nenna að spila gegn B-liði Noregs sem barðist hatrammlega. Ísland lenti þrem mörkum undir í síðari hálfleik en strákarnir rifa sig upp á lokamínútunum og komust yfir. Misstu svo forskotið aftur niður og urðu að sætta sig við jafntefli sem er hörmuleg niðurstaða. Sóknarleikurinn var góður hjá íslenska liðinu en varnarleikurinn skelfilegur og hugarfarið augljóslega engan veginn í lagi. Vonandi er ástæðan fyrir þessum slæma leik að strákarnir séu með hugann við næstu helgi en þeir fengu áminningu í kvöld sem þeir verða að taka alvarlega. Ef þeir mæta ekki rétt stemmdir gegn Síle og Japan gætu Ólympíudraumurinn dáið. Snorri: Hefðum getað skorað 40 mörkmynd/valliSnorri Steinn Guðjónsson gat séð ýmislegt jákvætt við leikinn í kvöld þó svo hann hafi verið í heildina mjög slakur af hálfu íslenska liðsins. Snorri var einn af fáum mönnum í íslenska liðinu sem lék af einhverjum krafti. "Mér fannst þetta kannski ekki skelfilegt en við vorum svo sannarlega ekkert frábærir. Við skoruðum 34 mörk sem var gott og áttum að vinna leikinn. Varnarleikurinn var eðlilega alls ekkert nógu góður," sagði Snorri Steinn og bætti við að liðið viti vel að það getur mun betur. "Mér fannst góðir punktar í sóknarleiknum og kerfi sem við vorum búnir að æfa voru að ganga vel. Við gerðum auðvitað allt of mörg mistök og klúðrum einnig dauðafærum. Við hefðum hæglega getað skorað 40 mörk. "Þetta er lýsandi fyrir okkur. Erum oft lengi í gang í varnarleiknum og það er klárlega eitthvað sem þarf að laga fyrir fyrsta leik á föstudaginn," sagði Snorri en finnst honum erfitt að rífa sig upp fyrir leiki gegn fyrir fram lakari andstæðingi? "Alls ekki. Mér finnst það ekki vera en ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig. Það eru samt allir meðvitaðir hvað er í húfi um næstu helgi og mér finnst menn hafa verið mjög einbeittir á æfingum og ég trúi því að við verðum klárir þegar við komum út." Ólafur: Verðum að strika þennan leik útmynd/valliÓlafur Stefánsson landsliðsfyrirliði spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega 300 daga. Hann átti ekki sinn besta dag frekar en félagar hans í liðinu. "Ég hefði gjarnan viljað betri leik hjá okkur hér í kvöld," sagði Ólafur ekki alveg nógu sáttur. "Við vorum rólegir í gang og svo komu nokkrir góðir kaflar en það var ekki mikið. Við verðum að strika þennan leik út. Þetta verður eitthvað annað á föstudag og laugardag. "Vörnin verður samt auðvitað að smella hjá okkur. Mér finnst að við eigum að taka þetta lið með svona sex mörkum en við gleymum þessu bara. Það sem máli skiptir eru leikirnir á föstudag og laugardag." Arnór: Erum með hugann við næstu helgimynd/valli"Auðvitað nennir maður alltaf að spila landsleik og sérstaklega hérna í Höllinni. Það má samt ekki gleyma því að við höfum verið með hugann við næstu helgi í svolítið langan tíma," sagði Arnór Atlason aðspurður um hvort liðið hefði ekki verið að nenna því að spila í kvöld. "Allt tímabilið höfum við hugsað um páskahelgina og það situr kannski í hausnum á mönnum að komast þangað óskaddaðir. Auðvitað eigum við samt ekki að spila svona hræðilegan leik. Það voru margir langt undir pari og þar á meðal ég," sagði Arnór en hann fagnar hverri mínútu á vellinum enda að jafna sig af meiðslum. "Við nýttum leikinn vel að því leyti að við prófuðum hluti í vörn og sókn sem við höfum verið að æfa. Við verðum samt að vera í miklu betri gír um næstu helgi. "Leikirnir gegn Síle og Japan eru stórhættulegir og sérstaklega fyrir okkur. Öll önnur lið sem eru í sama klassa og við myndu vinna slíka leiki örugglega en við eigum það til að detta niður í slíkum leikjum. "Við vitum hvað við getum dottið niður og þess vegna verðum við að vera algerlega á tánum til þess að klára þetta. Þetta er svo ótrúlega stórt tækifæri að við getum ekki leyft okkur neina vitleysu." Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið var víðsfjarri sínu besta í kvöld er það tók á móti B-liði Noregs. Leikur liðsins hreinasta hörmung og jafntefli niðurstaðan. Leikur íslenska liðsins var ekki ýkja merkilegur en leikmenn virtust hreinlega ekki nenna að spila gegn B-liði Noregs sem barðist hatrammlega. Ísland lenti þrem mörkum undir í síðari hálfleik en strákarnir rifa sig upp á lokamínútunum og komust yfir. Misstu svo forskotið aftur niður og urðu að sætta sig við jafntefli sem er hörmuleg niðurstaða. Sóknarleikurinn var góður hjá íslenska liðinu en varnarleikurinn skelfilegur og hugarfarið augljóslega engan veginn í lagi. Vonandi er ástæðan fyrir þessum slæma leik að strákarnir séu með hugann við næstu helgi en þeir fengu áminningu í kvöld sem þeir verða að taka alvarlega. Ef þeir mæta ekki rétt stemmdir gegn Síle og Japan gætu Ólympíudraumurinn dáið. Snorri: Hefðum getað skorað 40 mörkmynd/valliSnorri Steinn Guðjónsson gat séð ýmislegt jákvætt við leikinn í kvöld þó svo hann hafi verið í heildina mjög slakur af hálfu íslenska liðsins. Snorri var einn af fáum mönnum í íslenska liðinu sem lék af einhverjum krafti. "Mér fannst þetta kannski ekki skelfilegt en við vorum svo sannarlega ekkert frábærir. Við skoruðum 34 mörk sem var gott og áttum að vinna leikinn. Varnarleikurinn var eðlilega alls ekkert nógu góður," sagði Snorri Steinn og bætti við að liðið viti vel að það getur mun betur. "Mér fannst góðir punktar í sóknarleiknum og kerfi sem við vorum búnir að æfa voru að ganga vel. Við gerðum auðvitað allt of mörg mistök og klúðrum einnig dauðafærum. Við hefðum hæglega getað skorað 40 mörk. "Þetta er lýsandi fyrir okkur. Erum oft lengi í gang í varnarleiknum og það er klárlega eitthvað sem þarf að laga fyrir fyrsta leik á föstudaginn," sagði Snorri en finnst honum erfitt að rífa sig upp fyrir leiki gegn fyrir fram lakari andstæðingi? "Alls ekki. Mér finnst það ekki vera en ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig. Það eru samt allir meðvitaðir hvað er í húfi um næstu helgi og mér finnst menn hafa verið mjög einbeittir á æfingum og ég trúi því að við verðum klárir þegar við komum út." Ólafur: Verðum að strika þennan leik útmynd/valliÓlafur Stefánsson landsliðsfyrirliði spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik í tæplega 300 daga. Hann átti ekki sinn besta dag frekar en félagar hans í liðinu. "Ég hefði gjarnan viljað betri leik hjá okkur hér í kvöld," sagði Ólafur ekki alveg nógu sáttur. "Við vorum rólegir í gang og svo komu nokkrir góðir kaflar en það var ekki mikið. Við verðum að strika þennan leik út. Þetta verður eitthvað annað á föstudag og laugardag. "Vörnin verður samt auðvitað að smella hjá okkur. Mér finnst að við eigum að taka þetta lið með svona sex mörkum en við gleymum þessu bara. Það sem máli skiptir eru leikirnir á föstudag og laugardag." Arnór: Erum með hugann við næstu helgimynd/valli"Auðvitað nennir maður alltaf að spila landsleik og sérstaklega hérna í Höllinni. Það má samt ekki gleyma því að við höfum verið með hugann við næstu helgi í svolítið langan tíma," sagði Arnór Atlason aðspurður um hvort liðið hefði ekki verið að nenna því að spila í kvöld. "Allt tímabilið höfum við hugsað um páskahelgina og það situr kannski í hausnum á mönnum að komast þangað óskaddaðir. Auðvitað eigum við samt ekki að spila svona hræðilegan leik. Það voru margir langt undir pari og þar á meðal ég," sagði Arnór en hann fagnar hverri mínútu á vellinum enda að jafna sig af meiðslum. "Við nýttum leikinn vel að því leyti að við prófuðum hluti í vörn og sókn sem við höfum verið að æfa. Við verðum samt að vera í miklu betri gír um næstu helgi. "Leikirnir gegn Síle og Japan eru stórhættulegir og sérstaklega fyrir okkur. Öll önnur lið sem eru í sama klassa og við myndu vinna slíka leiki örugglega en við eigum það til að detta niður í slíkum leikjum. "Við vitum hvað við getum dottið niður og þess vegna verðum við að vera algerlega á tánum til þess að klára þetta. Þetta er svo ótrúlega stórt tækifæri að við getum ekki leyft okkur neina vitleysu."
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Sjá meira