Messi bætti met og Barcelona komst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 13:11 Lionel Messi skoraði tvívegis þegar að Barcelona tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á AC Milan í kvöld. Bæði mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik, það fyrra á 11. mínútu eftir að Luca Antonini braut á Messi sjálfum. AC Milan náði þó að jafna metin um miðbik hálfleiksins og koma sér þar með í þægilega stöðu því þessi úrslit hefðu dugað Ítölunum til að komast áfram. Zlatan Ibrahimovic átti góða sendingu inn fyrir vörn Börsunga á Antonio Nocerino sem skoraði örugglega með góðu skoti í fjærhornið. Síðari vítaspyrnan var hins vegar nokkuð umdeild en hana dæmdi hollenski dómarinn Björn Kuipers undir lok fyrri hálfleiks. Það tók nokkra stund að átta sig að víti hafi verið dæmt en í ljós kom að Alessandro Nesta togaði Sergio Busquets nokkuð harkalega niður í teignum. Messi skoraði aftur örugglega úr spyrnunni. Andrés Iniesta innsiglaði svo sigur Barcelona snemma í síðari hálfleik. Boltinn datt fyrir hann eftir að varnarmaður AC Milan reyndi að verjast skoti Lionel Messi. Iniesta var yfirvegaður og afgreiddi boltann laglega í netið. Leikurinn varð aldrei spennandi eftir þetta og sigur Börsunga aldrei í hættu. Voru þeir nær því að bæta við ef eitthvað var. Þetta er fimmta árið í röð sem að Barcelona kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en síðasta liðinu sem tókst það var Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða árin 1956 til 1960. Messi hefur nú skorað fjórtán mörk á tímabilinu í Meistaradeildinni sem er met í keppninni og metjöfnun í Evrópukeppninni. Jose Altafini skoraði fjórtán mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-1963 en gamla metið í Meistaradeildinni var tólf mörk. Því meti deildu þeir Messi og Ruud van Nistelrooy. Alls hefur Messi skorað 51 mark í Meistaradeildinni en hann er yngsti leikmaður sögunnar sem kemst í 50 mörk í keppninni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Lionel Messi skoraði tvívegis þegar að Barcelona tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á AC Milan í kvöld. Bæði mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik, það fyrra á 11. mínútu eftir að Luca Antonini braut á Messi sjálfum. AC Milan náði þó að jafna metin um miðbik hálfleiksins og koma sér þar með í þægilega stöðu því þessi úrslit hefðu dugað Ítölunum til að komast áfram. Zlatan Ibrahimovic átti góða sendingu inn fyrir vörn Börsunga á Antonio Nocerino sem skoraði örugglega með góðu skoti í fjærhornið. Síðari vítaspyrnan var hins vegar nokkuð umdeild en hana dæmdi hollenski dómarinn Björn Kuipers undir lok fyrri hálfleiks. Það tók nokkra stund að átta sig að víti hafi verið dæmt en í ljós kom að Alessandro Nesta togaði Sergio Busquets nokkuð harkalega niður í teignum. Messi skoraði aftur örugglega úr spyrnunni. Andrés Iniesta innsiglaði svo sigur Barcelona snemma í síðari hálfleik. Boltinn datt fyrir hann eftir að varnarmaður AC Milan reyndi að verjast skoti Lionel Messi. Iniesta var yfirvegaður og afgreiddi boltann laglega í netið. Leikurinn varð aldrei spennandi eftir þetta og sigur Börsunga aldrei í hættu. Voru þeir nær því að bæta við ef eitthvað var. Þetta er fimmta árið í röð sem að Barcelona kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en síðasta liðinu sem tókst það var Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða árin 1956 til 1960. Messi hefur nú skorað fjórtán mörk á tímabilinu í Meistaradeildinni sem er met í keppninni og metjöfnun í Evrópukeppninni. Jose Altafini skoraði fjórtán mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-1963 en gamla metið í Meistaradeildinni var tólf mörk. Því meti deildu þeir Messi og Ruud van Nistelrooy. Alls hefur Messi skorað 51 mark í Meistaradeildinni en hann er yngsti leikmaður sögunnar sem kemst í 50 mörk í keppninni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira