Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segir að það trufli liðið ekki neitt að vera litla liðið í rimmunni gegn Barcelona en fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld.
Chelsea féll úr leik í keppninni gegn Barca fyrir þremur árum á umdeildan hátt og hefur það mikið verið rifjað upp síðustu daga.
"Mér líkar það að vera litla liðið í þessari rimmu. Það er frískandi ef maður trúir á sjálfan sig og við trúum svo sannarlega á okkur," sagði Lampard.
"Við ætlum alls ekki að mæta hræddir til leiks. Við berum samt virðingu fyrir andstæðingnum en verðum að reyna að spila okkar leik leik.
"Það hefur borið góðan árangur upp á síðkastið. Við verðum að vera agaðir og beittir fram á við. Þegar við finnum fjölina okkar getum við keppt við hvaða lið sem er. Við teljum okkur eiga góða möguleika í þessum leik."
Lampard: Við hræðumst ekki Barcelona

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti



„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
