Þeir Guðmunur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson fara vel af stað hjá Start í Noregi en þeir skoruðu báðir í 3-1 sigri liðsins á HamKam í norsku B-deildinni dag.
Guðmundur skoraði fyrsta mark leiksins á 49. mínútu en Matthías innsiglaði 3-1 sigurinn með marki á lokamínútum leiksins.
Haraldur Björnsson spilaði í marki Sarpsborg 08 sem vann góðan sigur á Sandefjord á útivelli, 2-1. Mörkin komu öll í fyrri hálfleik.
Bæði Start og Sarpsborg 08 eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í deildinni. Ranheim og Kongsvinger eru á toppnum með fullt hús stiga.
