Tveir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en okkar maður Sölvi Geir Ottesen var á skotskónum.
FC København rústaði HB Køge 5-0 og rígheldur í toppsætið í dönsku deildinni með 55 stig, sex stigum á undan Nordsjælland.
Thomas Kristensen, César Sántin, Mustafa Abdellaoue, Pape Paté Diouf og Sölvi Geir Ottesen gerðu allir sitt markið hver fyrir FCK.
SønderjyskE var ekki í neinum vandræðum með Lyngby en leiknum lauk með öruggum sigri gestanna 4-0. Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson léku allan leikinn í liði SønderjyskE.
