FC Kaupmannahöfn tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar þrátt fyrir 4-3 tap fyrir SönderjyskE í síðari undanúrslitaviðureign liðanna í dag.
Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri FCK og því komst liðið áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jónasson spiluðu báðir fyrir SönderjyskE í dag og Eyjólfur skoraði fyrsta mark sinna manna á sextándu mínútu leiksins.
Eyjólfur átti svo þátt í öðru marki SönderjyskE í leiknum og komst svo nálægt því að skjóta sínum mönnum í úrslitaleikinn á lokamínútum leiksins en þá átti hann skot sem hafnaði í slánni.
Hvorki Ragnar Sigurðsson né Sölvi Geir Ottesen komu við sögu í leiknum.
Eyjólfur skoraði í sjö marka leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn