Ótrúleg velgengni Chelsea undir stjórn Di Matteo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2012 23:08 Di Matteo fagnar eftir leikinn gegn Barcelona í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Sjálfsagt höfðu ekki margir trú á því að Ítalinn Roberto Di Matteo myndi gera mikið úr tímabili Chelsea þegar hann tók við liðinu í upphafi marsmánaðar, eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Di Matteo, sem lagði skóna á hilluna fyrir áratug síðan eftir að hafa spilað með Chelsea síðustu sex ár ferilsins, hefur komið flestum sparkspekingum í opna skjöldu með árangri sínum. Hann hafði áður þjálfað tvö lið - MK Dons í neðri deildunum og West Bromwich Albion með misjöfnum árangri frá 2009 til 2011. Svo var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Villas-Boas í haust og var svo ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins eftir að Portúgalinn ungi var látinn fara fyrr í vetur. Og eftir það hefur lið Chelsea blómstrað og Di Matteo er búið að koma liðinu í bæði úrslit ensku bikarkeppninnar og nú síðast Meistaradeildar Evrópu. Eiganda Chelsea, Roman Abramovich, hefur lengi dreymt um að vinna síðarnefndum keppnina og ljóst að Di Matteo á von á góðu ef það tekst á Allianz-leikvanginum í München þann 19. maí næstkomandi. Tölurnar tala sínu máli. Chelsea hefur alls spilað fimmtán leiki síðan Di Matteo tók við og það á aðeins 51 degi. Leikjaálagið hefur því verið gríðarlegt. En liðið hefur samt unnið tíu af þessum leikjum og aðeins tapað einum - fyrir Manchester City í deildarleik þann 21. mars. Chelsea á fjóra deildarleiki eftir á tímabilnu og ljóst að með þessu áframhaldi eru þeir líklegir til að koma sér í hóp fjögurra efstu liða og þar með tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á ný - það er að segja ef þeim tekst þá ekki að vinna úrslitaleikinn í vor.Úrslit leikja Chelsea undir stjórn Di Matteo: 4. mars: Birmingham - Chelsea 0-2 (bikar) 10. mars: Chelsea - Stoke 1-0 (deild) 14. mars: Chelsea - Napoli 4-1 (Meistaradeild) 18. mars: Chelsea - Leicester 5-2 (bikar) 21. mars: Manchester City - Chelsea 2-1 (deild) 24. mars: Chelsea - Tottenham 0-0 (deild) 27. mars: Benfica - Chelsea 0-1 (Meistaradeild) 31. mars: Aston Villa - Chelsea 2-4 (deild) 4. apríl: Chelsea - Benfica 2-1 (Meistaradeild) 7. apríl: Chelsea - Wigan 2-1 (deild) 9. apríl: Fulham - Chelsea 1-1 (deild) 15. apríl: Tottenham - Chelsea 1-5 (bikar) 18. apríl: Chelsea - Barcelona 1-0 (Meistaradeild) 21. apríl: Arsenal - Chelsea 0-0 (deild) 24. apríl: Barcelona - Chelsea 2-2 (Meistaradeild)Árangur: 15 leikir á 51 degi 10 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap. Markatala: 31-13Deild: 3 sigrar, 3 jafntefli, 1 tap.Bikar: 3 sigrar, 0 jafntefli, 0 töp.Meistaradeild: 4 sigrar, 1 jafntefli, 0 töp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Sjálfsagt höfðu ekki margir trú á því að Ítalinn Roberto Di Matteo myndi gera mikið úr tímabili Chelsea þegar hann tók við liðinu í upphafi marsmánaðar, eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum. Di Matteo, sem lagði skóna á hilluna fyrir áratug síðan eftir að hafa spilað með Chelsea síðustu sex ár ferilsins, hefur komið flestum sparkspekingum í opna skjöldu með árangri sínum. Hann hafði áður þjálfað tvö lið - MK Dons í neðri deildunum og West Bromwich Albion með misjöfnum árangri frá 2009 til 2011. Svo var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Villas-Boas í haust og var svo ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins eftir að Portúgalinn ungi var látinn fara fyrr í vetur. Og eftir það hefur lið Chelsea blómstrað og Di Matteo er búið að koma liðinu í bæði úrslit ensku bikarkeppninnar og nú síðast Meistaradeildar Evrópu. Eiganda Chelsea, Roman Abramovich, hefur lengi dreymt um að vinna síðarnefndum keppnina og ljóst að Di Matteo á von á góðu ef það tekst á Allianz-leikvanginum í München þann 19. maí næstkomandi. Tölurnar tala sínu máli. Chelsea hefur alls spilað fimmtán leiki síðan Di Matteo tók við og það á aðeins 51 degi. Leikjaálagið hefur því verið gríðarlegt. En liðið hefur samt unnið tíu af þessum leikjum og aðeins tapað einum - fyrir Manchester City í deildarleik þann 21. mars. Chelsea á fjóra deildarleiki eftir á tímabilnu og ljóst að með þessu áframhaldi eru þeir líklegir til að koma sér í hóp fjögurra efstu liða og þar með tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á ný - það er að segja ef þeim tekst þá ekki að vinna úrslitaleikinn í vor.Úrslit leikja Chelsea undir stjórn Di Matteo: 4. mars: Birmingham - Chelsea 0-2 (bikar) 10. mars: Chelsea - Stoke 1-0 (deild) 14. mars: Chelsea - Napoli 4-1 (Meistaradeild) 18. mars: Chelsea - Leicester 5-2 (bikar) 21. mars: Manchester City - Chelsea 2-1 (deild) 24. mars: Chelsea - Tottenham 0-0 (deild) 27. mars: Benfica - Chelsea 0-1 (Meistaradeild) 31. mars: Aston Villa - Chelsea 2-4 (deild) 4. apríl: Chelsea - Benfica 2-1 (Meistaradeild) 7. apríl: Chelsea - Wigan 2-1 (deild) 9. apríl: Fulham - Chelsea 1-1 (deild) 15. apríl: Tottenham - Chelsea 1-5 (bikar) 18. apríl: Chelsea - Barcelona 1-0 (Meistaradeild) 21. apríl: Arsenal - Chelsea 0-0 (deild) 24. apríl: Barcelona - Chelsea 2-2 (Meistaradeild)Árangur: 15 leikir á 51 degi 10 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap. Markatala: 31-13Deild: 3 sigrar, 3 jafntefli, 1 tap.Bikar: 3 sigrar, 0 jafntefli, 0 töp.Meistaradeild: 4 sigrar, 1 jafntefli, 0 töp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira