Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 39-23 | Valur í úrslitin Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 24. apríl 2012 17:48 Mynd/Anton Valur vann í kvöld öruggan sigur á Stjörnunni 39-23 og einvígið 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Fram. Það voru ekki liðnar margar mínútur af leiknum þegar ljóst var hvert stefndi. Valur skoraði sex fyrstu mörk leiksins og var alls fjórtán mörkum yfir í hálfleik 20-6 og úrslitin í raun ráðin. Valur lék allan tímann af fullum krafti og gaf Stjörnunni aldrei neina von. Bæði lið leyfðu varamönnum að spila lungan úr seinni hálfleik og var aðeins spurning um hversu stór sigur Vals yrði. Stjarnan hafði aldrei trú á verkefninu og stóð aðeins Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrir sínu í liðinu en hún skoraði 10 mörk og var dugleg að reyna á sama tíma og margir samherjar hennar létu sér fátt um finnast. Getumunurinn á liðunum er mikill en með smá baráttu hefði Stjarnan getað fallið úr leik með einhverri reisn. Sú var ekki raunin og Valur hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Þorgerður Anna: Þjálfarinn þeirra kveikti í okkur"Þetta var eiginlega bara létt. Þjálfarinn þeirra var búinn að gefa það út að þær ættu ekki séns og ég verð að segja að það séu mjög óviðeigandi skilaboð til þeirra leikmanna. Þær koma með hálfum huga inn í þennan leik og þetta kveikti enn frekar í okkur. Við ætluðum að klára þetta með stæl eins og við gerðum," sagði Þorgerður Anna Atladóttir að leiknum loknum. "Við vorum mun ákveðnar og vildum þetta mun meira. Þetta var alls ekki búið einvígi, ef þær hefðu unnið í kvöld hefði þetta hæglega getað farið í fimm leiki en þetta var eiginlega búið í þeirra huga fyrir leikinn sem er sorglegt." "Lokatölurnar sýna ekki getu Stjörnuliðsins, þær eru með frábært lið en þær höfðu ekki trú á þessu og við nýttum okkur það," sagði Þorgerður sem fékk mikla hvíld í seinni hálfleik líkt og fleiri byrjunarliðsmenn en hún skoraði 9 af 11 mörkum sínum í fyrri hálfleik. "Við rúlluðum á mörgum leikmönnum og höfum gert það í öllum leikjunum sem skiptir miklu máli fyrir framhaldið," sagði Þorgerður Anna að lokum. Stefán: Keyrum alltaf á fullum krafti"Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Við ákváðum að einbeita okkur að þessari rimmu og klára hana. Nú er það komið. Þó maður sé 2-0 yfir og með betra lið þá er þetta aldrei öruggt og við ætluðum að klára þetta og komast í úrslit," sagði Stefán Arnarsson þjálfari Vals í leikslok. "Það má hrósa leikmönnum Valsliðsins að þó allir séu að hrósa liðinu og segja hvað það er gott þá keyrir liðið alltaf á fullum krafti og það hefur skilað þessum titlum hingað til," sagði Stefán sem metur möguleikana gegn Fram jafna. "Fram er með mjög gott lið og ég held að þetta verði skemmtilegar viðureignir sem geta farið á hvorn vegin sem er," sagði Stefán. Gústaf: Ekkert upp á okkar árangur að klaga"Einvíginu lauk verðskuldað 3-0 fyrir Val og ég tel bara jákvætt að hafa þó komist þetta langt í mótinu og þegar veturinn er gerður upp erum við í undanúrslitum í N1 deildinni, undanúrslitum í deildarbikar, undanúrslitum í bikar og í sæti 4 í deildinni og ég held að miðað við allt og allt er ekkert upp á okkar árangur að klaga. Við vorum bara að eiga við erfið lið þarna efst uppi," sagði Gústaf Adolf Björnsson þjálfari Stjörnunnar. "Ef menn setja þetta upp með raunsæisgleraugum þá sjá það allir að munurinn á liðunum er of mikill. Þegar góðir kaflar nást eins og í leik tvö gegn Val þar sem við leiðum eftir 20 mínútur með góðri vörn og frábærri markvörslu þá gleðjast menn en það stóð of stutt yfir," sagði Gústaf en Stjarnan náði engum slíkum kafla í leiknum í kvöld. "Valsmenn voru einbeittir í leiknum og ætluðu að klára þetta 3-0 til að lengja hjá sér pásuna fyrir úrslitarimmuna og það gerðu þær sannfærandi," sagði Gústaf að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Valur vann í kvöld öruggan sigur á Stjörnunni 39-23 og einvígið 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Fram. Það voru ekki liðnar margar mínútur af leiknum þegar ljóst var hvert stefndi. Valur skoraði sex fyrstu mörk leiksins og var alls fjórtán mörkum yfir í hálfleik 20-6 og úrslitin í raun ráðin. Valur lék allan tímann af fullum krafti og gaf Stjörnunni aldrei neina von. Bæði lið leyfðu varamönnum að spila lungan úr seinni hálfleik og var aðeins spurning um hversu stór sigur Vals yrði. Stjarnan hafði aldrei trú á verkefninu og stóð aðeins Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrir sínu í liðinu en hún skoraði 10 mörk og var dugleg að reyna á sama tíma og margir samherjar hennar létu sér fátt um finnast. Getumunurinn á liðunum er mikill en með smá baráttu hefði Stjarnan getað fallið úr leik með einhverri reisn. Sú var ekki raunin og Valur hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Þorgerður Anna: Þjálfarinn þeirra kveikti í okkur"Þetta var eiginlega bara létt. Þjálfarinn þeirra var búinn að gefa það út að þær ættu ekki séns og ég verð að segja að það séu mjög óviðeigandi skilaboð til þeirra leikmanna. Þær koma með hálfum huga inn í þennan leik og þetta kveikti enn frekar í okkur. Við ætluðum að klára þetta með stæl eins og við gerðum," sagði Þorgerður Anna Atladóttir að leiknum loknum. "Við vorum mun ákveðnar og vildum þetta mun meira. Þetta var alls ekki búið einvígi, ef þær hefðu unnið í kvöld hefði þetta hæglega getað farið í fimm leiki en þetta var eiginlega búið í þeirra huga fyrir leikinn sem er sorglegt." "Lokatölurnar sýna ekki getu Stjörnuliðsins, þær eru með frábært lið en þær höfðu ekki trú á þessu og við nýttum okkur það," sagði Þorgerður sem fékk mikla hvíld í seinni hálfleik líkt og fleiri byrjunarliðsmenn en hún skoraði 9 af 11 mörkum sínum í fyrri hálfleik. "Við rúlluðum á mörgum leikmönnum og höfum gert það í öllum leikjunum sem skiptir miklu máli fyrir framhaldið," sagði Þorgerður Anna að lokum. Stefán: Keyrum alltaf á fullum krafti"Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Við ákváðum að einbeita okkur að þessari rimmu og klára hana. Nú er það komið. Þó maður sé 2-0 yfir og með betra lið þá er þetta aldrei öruggt og við ætluðum að klára þetta og komast í úrslit," sagði Stefán Arnarsson þjálfari Vals í leikslok. "Það má hrósa leikmönnum Valsliðsins að þó allir séu að hrósa liðinu og segja hvað það er gott þá keyrir liðið alltaf á fullum krafti og það hefur skilað þessum titlum hingað til," sagði Stefán sem metur möguleikana gegn Fram jafna. "Fram er með mjög gott lið og ég held að þetta verði skemmtilegar viðureignir sem geta farið á hvorn vegin sem er," sagði Stefán. Gústaf: Ekkert upp á okkar árangur að klaga"Einvíginu lauk verðskuldað 3-0 fyrir Val og ég tel bara jákvætt að hafa þó komist þetta langt í mótinu og þegar veturinn er gerður upp erum við í undanúrslitum í N1 deildinni, undanúrslitum í deildarbikar, undanúrslitum í bikar og í sæti 4 í deildinni og ég held að miðað við allt og allt er ekkert upp á okkar árangur að klaga. Við vorum bara að eiga við erfið lið þarna efst uppi," sagði Gústaf Adolf Björnsson þjálfari Stjörnunnar. "Ef menn setja þetta upp með raunsæisgleraugum þá sjá það allir að munurinn á liðunum er of mikill. Þegar góðir kaflar nást eins og í leik tvö gegn Val þar sem við leiðum eftir 20 mínútur með góðri vörn og frábærri markvörslu þá gleðjast menn en það stóð of stutt yfir," sagði Gústaf en Stjarnan náði engum slíkum kafla í leiknum í kvöld. "Valsmenn voru einbeittir í leiknum og ætluðu að klára þetta 3-0 til að lengja hjá sér pásuna fyrir úrslitarimmuna og það gerðu þær sannfærandi," sagði Gústaf að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira