Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 31-36 | Haukum sópað úr úrslitakeppninni Stefán Hirst Friðriksson skrifar 23. apríl 2012 17:01 HK gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla eftir að hafa sópað deildarmeisturum Hauka úr leik með sigri í leik liðanna í kvöld. Fæstir áttu von á því að undanúrslitarimmu þessara tveggja liða myndi ljúka með 3-0 sigri HK sem endaði í fjórða sæti deildarkeppninnar. Það var engu að síður raunin og sýndu HK-ingar í kvöld að þeir eru til alls líklegir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Það var mikið undir hjá heimamönnum í Haukum fyrir leik, en þeir þurftu á sigri að halda til þess að halda sér á lífi í einvíginu gegn frábæru HK-liði. Jafnræði einkenndi upphafsmínúturnar þar sem liðin skiptust á að skora. Það voru svo gestirnir í HK sem náðu yfirhöndinni á leiknum í kjölfarið af þvi og voru þeir komnir í fjögurra marka forystu, 7-11, eftir gott mark frá Tandra Má Konráðssyni. HK-ingar héldu góðri vörn og frábærum sóknarleik áfram og voru þeir komnir í fimm marka forystu, þegar stutt var eftir af hálfleiknum. Haukamenn svöruðu ágætlega á lokaspretti hálfleiksins og tókst þeim að minnka muninn niður í þrjú mörk, 14-17, þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikurinn byrjaði með eins miklum látum og sá seinni endaði og voru bæði liðin öflug í sóknarleiknum. Haukum tókst að minnka muninn niður í eitt mark þegar rúmlega korter var eftir af leiknum og leikurinn orðinn æsispennandi. HK-ingar svöruðu áhlaupi Hauka fullkomlega og réðu ferðinni næstu mínútur. Þeir komust í stærstu forystu leiksins, 24-29, þegar Bjarki Elísson, skoraði mark úr hraðaupphlaupi. HK-ingar litu aldrei til baka eftir það og voru komnir í sjö marka forystu þegar stutt var eftir af leiknum. Haukum tókst örlítið að minnka muninn undir restina en frábær fimm marka HK-sigur, 31-36, var staðreynd. Vörn og markvarsla HK liðsins var virkilega öflug í leiknum og sóknarleikurinn var stórkostlegur. HK-ingar geta verið virkilega stoltir af framgöngu sinni í einvíginu en sigur þeirra var fyllilega verðskuldaður. Það má setja stórt spurningamerki við framgöngu deildar- og bikarmeistara Hauka í einvíginu en þeir virkuðu í rauninni saddir. Vörnin þeirra var ekki á pari ásamt því að markvarslan var nánast engin í kvöld. HK-ingar eru því komnir í úrslit Íslandsmótsins, þar sem þeir eru til alls líklegir. Þeir munu koma til með að mæta annaðhvort FH eða Akureyri en staðan í því einvígi er 2-1, FH í vil.Bjarki: Ekki margir sem höfðu trú á okkur Bjarki Elísson, leikmaður HK, fór á kostum í leiknum í dag og skoraði hann tíu mörk. Hann var vitanlega gríðarlega ánægður í leikslok og sagði að úrslitin væru fyllilega verðskulduð. „Þetta var frábært í dag. Við erum búnir að vera stórkostlegir í þessu einvígi. Við spiluðum frábæra vörn í öllum leikjunum og fengum markvörslu í kjölfarið. Þetta er alveg frábært," „Við vorum ekkert búnir að vinna þá í vetur og voru ekki margir sem höfðu trú á okkur. Við höfðum þó allan tímann trú á verkefninu. Við vorum skipulagðir og eigum þetta fyllilega skilið," bætti Bjarki við. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu og frammistöðu liðsins í heild. Við vorum að setja okkur í góðar stöður til þess að skora mörk og voru bara allir að standa sig vel," sagði Bjarki kátur í leikslok.Erlingur: Gríðarlega stoltur af liðinu „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu hérna í dag. Við vorum að mæta góðu Hauka liði en við stóðum okkur frábærlega gegn þeim og eigum þetta svo sannarlega skilið," sagði Erlingur. Aðspurður um úrslitaeinvígið sagði Erlingur að menn væru með hausinn á jörðinni og það væri enginn sérstakur óskamótherji í úrslitunum. „Við erum bara að taka eitt skref í einu hérna. Við eigum okkur engan sérstakan óskamótherja. Það er gaman að fara til Akureyri og það er gaman að fara í Kaplakrikann. Við ætlum bara að hafa gaman á þessum stöðum og standa okkur vel," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari HK í leikslok.Aron: Duttum niður hugarfarslega „Ég er gríðarlega ósáttur við þetta einvígi. Við gáfum færi á okkur í fyrsta leiknum og þeir nýttu sér það. Þeir fundu blóðbragðið snemma og kláruðu þetta að lokum örugglega. Vörnin hjá okkur var engin í einvíginu og eins gott sóknarlið og HK-ingar eru refsa fyrir það," „Það kemur þarna löng tveggja vikna pása fyrir úrslitaeinvígið og er eins og við höfum dottið niður hugarfarslega á þeim tíma. Við náðum okkur þar af leiðandi aldrei almennilega á strik í þessu einvígi," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í lok leiks. Olís-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
HK gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla eftir að hafa sópað deildarmeisturum Hauka úr leik með sigri í leik liðanna í kvöld. Fæstir áttu von á því að undanúrslitarimmu þessara tveggja liða myndi ljúka með 3-0 sigri HK sem endaði í fjórða sæti deildarkeppninnar. Það var engu að síður raunin og sýndu HK-ingar í kvöld að þeir eru til alls líklegir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Það var mikið undir hjá heimamönnum í Haukum fyrir leik, en þeir þurftu á sigri að halda til þess að halda sér á lífi í einvíginu gegn frábæru HK-liði. Jafnræði einkenndi upphafsmínúturnar þar sem liðin skiptust á að skora. Það voru svo gestirnir í HK sem náðu yfirhöndinni á leiknum í kjölfarið af þvi og voru þeir komnir í fjögurra marka forystu, 7-11, eftir gott mark frá Tandra Má Konráðssyni. HK-ingar héldu góðri vörn og frábærum sóknarleik áfram og voru þeir komnir í fimm marka forystu, þegar stutt var eftir af hálfleiknum. Haukamenn svöruðu ágætlega á lokaspretti hálfleiksins og tókst þeim að minnka muninn niður í þrjú mörk, 14-17, þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikurinn byrjaði með eins miklum látum og sá seinni endaði og voru bæði liðin öflug í sóknarleiknum. Haukum tókst að minnka muninn niður í eitt mark þegar rúmlega korter var eftir af leiknum og leikurinn orðinn æsispennandi. HK-ingar svöruðu áhlaupi Hauka fullkomlega og réðu ferðinni næstu mínútur. Þeir komust í stærstu forystu leiksins, 24-29, þegar Bjarki Elísson, skoraði mark úr hraðaupphlaupi. HK-ingar litu aldrei til baka eftir það og voru komnir í sjö marka forystu þegar stutt var eftir af leiknum. Haukum tókst örlítið að minnka muninn undir restina en frábær fimm marka HK-sigur, 31-36, var staðreynd. Vörn og markvarsla HK liðsins var virkilega öflug í leiknum og sóknarleikurinn var stórkostlegur. HK-ingar geta verið virkilega stoltir af framgöngu sinni í einvíginu en sigur þeirra var fyllilega verðskuldaður. Það má setja stórt spurningamerki við framgöngu deildar- og bikarmeistara Hauka í einvíginu en þeir virkuðu í rauninni saddir. Vörnin þeirra var ekki á pari ásamt því að markvarslan var nánast engin í kvöld. HK-ingar eru því komnir í úrslit Íslandsmótsins, þar sem þeir eru til alls líklegir. Þeir munu koma til með að mæta annaðhvort FH eða Akureyri en staðan í því einvígi er 2-1, FH í vil.Bjarki: Ekki margir sem höfðu trú á okkur Bjarki Elísson, leikmaður HK, fór á kostum í leiknum í dag og skoraði hann tíu mörk. Hann var vitanlega gríðarlega ánægður í leikslok og sagði að úrslitin væru fyllilega verðskulduð. „Þetta var frábært í dag. Við erum búnir að vera stórkostlegir í þessu einvígi. Við spiluðum frábæra vörn í öllum leikjunum og fengum markvörslu í kjölfarið. Þetta er alveg frábært," „Við vorum ekkert búnir að vinna þá í vetur og voru ekki margir sem höfðu trú á okkur. Við höfðum þó allan tímann trú á verkefninu. Við vorum skipulagðir og eigum þetta fyllilega skilið," bætti Bjarki við. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu og frammistöðu liðsins í heild. Við vorum að setja okkur í góðar stöður til þess að skora mörk og voru bara allir að standa sig vel," sagði Bjarki kátur í leikslok.Erlingur: Gríðarlega stoltur af liðinu „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu hérna í dag. Við vorum að mæta góðu Hauka liði en við stóðum okkur frábærlega gegn þeim og eigum þetta svo sannarlega skilið," sagði Erlingur. Aðspurður um úrslitaeinvígið sagði Erlingur að menn væru með hausinn á jörðinni og það væri enginn sérstakur óskamótherji í úrslitunum. „Við erum bara að taka eitt skref í einu hérna. Við eigum okkur engan sérstakan óskamótherja. Það er gaman að fara til Akureyri og það er gaman að fara í Kaplakrikann. Við ætlum bara að hafa gaman á þessum stöðum og standa okkur vel," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari HK í leikslok.Aron: Duttum niður hugarfarslega „Ég er gríðarlega ósáttur við þetta einvígi. Við gáfum færi á okkur í fyrsta leiknum og þeir nýttu sér það. Þeir fundu blóðbragðið snemma og kláruðu þetta að lokum örugglega. Vörnin hjá okkur var engin í einvíginu og eins gott sóknarlið og HK-ingar eru refsa fyrir það," „Það kemur þarna löng tveggja vikna pása fyrir úrslitaeinvígið og er eins og við höfum dottið niður hugarfarslega á þeim tíma. Við náðum okkur þar af leiðandi aldrei almennilega á strik í þessu einvígi," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í lok leiks.
Olís-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira