Azealia Banks aflýsir tónleikum á Íslandi 24. apríl 2012 09:30 Tónleikum Azealiu Banks sem halda átti í Vodafonehöllinni þann 6. júní hefur verið aflýst. „Söngkonan hefur einnig aflýst um 25 tónleikum víða um lönd í júní og júlí. Ástæðan er samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni söngkonunnar, að vegna mikilla anna hefur hún ekki náð að ljúka vinnu við væntanlega hljómplötu," segir í fréttatilkynningu á midi.is. Aðstandendur tónleikanna gátu ekki bókað aðra tónleika með söngkonunni á þessu ári. Á næstu dögum mun því starfsfólk Midi.is hafa samband við alla þá sem keyptu miða á tónleikana vegna endurgreiðslu. Einnig geta miðaeigendur sjálfir haft samband í síma 540-9800 eða á netfangið midi@midi.is. Azealia hóf ferilinn sem dansari og leikari en vakti fyrst athygli sem söngkona með laginu Seventeen fyrir tveimur árum. Í kjölfarið kom út lagið L8R og síðan rómuð útgáfa hennar á Slow Hands með hljómsveitinni Interpol. Núna hefur hún samið við útgáfurisann Universal og upptökustjóri plötunnar hennar verður Paul Epworth, sem tók upp metsöluplötu Adele, 21. Tónleikar hennar hér á landi mæltust vel fyrir, enda var hún einn stærsti listamaðurinn á leið hingað sem höfðar til yngri kynslóðarinnar. Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónleikum Azealiu Banks sem halda átti í Vodafonehöllinni þann 6. júní hefur verið aflýst. „Söngkonan hefur einnig aflýst um 25 tónleikum víða um lönd í júní og júlí. Ástæðan er samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni söngkonunnar, að vegna mikilla anna hefur hún ekki náð að ljúka vinnu við væntanlega hljómplötu," segir í fréttatilkynningu á midi.is. Aðstandendur tónleikanna gátu ekki bókað aðra tónleika með söngkonunni á þessu ári. Á næstu dögum mun því starfsfólk Midi.is hafa samband við alla þá sem keyptu miða á tónleikana vegna endurgreiðslu. Einnig geta miðaeigendur sjálfir haft samband í síma 540-9800 eða á netfangið midi@midi.is. Azealia hóf ferilinn sem dansari og leikari en vakti fyrst athygli sem söngkona með laginu Seventeen fyrir tveimur árum. Í kjölfarið kom út lagið L8R og síðan rómuð útgáfa hennar á Slow Hands með hljómsveitinni Interpol. Núna hefur hún samið við útgáfurisann Universal og upptökustjóri plötunnar hennar verður Paul Epworth, sem tók upp metsöluplötu Adele, 21. Tónleikar hennar hér á landi mæltust vel fyrir, enda var hún einn stærsti listamaðurinn á leið hingað sem höfðar til yngri kynslóðarinnar.
Tónlist Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira