Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 18-26 Elvar Geir Magnússon í Mýrinni skrifar 21. apríl 2012 00:01 Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag, 18-26. Valur er þar með kominn í 2-0 í einvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslitaeinvígið. Það tók smá tíma fyrir Valsliðið að finna rétta gírinn í Mýrinni í dag en leið og hann kom var þetta aldrei spurning. Stjörnunni gekk bölvanlega að finna leiðina að netinu í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en úrslitin voru endanlega ráðin sem Valsliðið fór að slaka á og Stjarnan náði að bæta við mörkum. Valur hefur einfaldlega mun sterkara lið og mikið þarf að ganga á svo Stjörnunni verði ekki sópað úr keppni í næsta leik á Hlíðarenda. Valur þurfti ekki að eiga sinn besta leik til að vinna þetta öruggan sigur.Stefán: Við klárum þetta í næsta leik "Það er kannski eðlilegt að það hafi verið smá kæruleysi í byrjun eftir að við unnum svona stórsigur í síðasta leik. Við byrjuðum að spila vel þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Svo spiluðum við góða vörn í seinni hálfleik. Það vann leikinn okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. "Við getum gert enn betur, það er margt sem hægt er að laga úr þessum leik í dag." "Við klárum þetta í næsta leik, það er alveg ljóst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að komast sem fyrst í frí. Fyrst við erum 2-0 yfir þá eigum við að klára þetta 3-0."Gústaf Adolf: Sé þetta lið ekki vera stöðvað "Það var kannski viðbúið að þetta færi svona. Við höfum náð eins langt og hægt er miðað við það sem gengið hefur á. Það hafa mörg skörð verið hoggin í okkar hóp undanfarin ár. Það hefur sínar afleiðingar," sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn. Hann segir að möguleikinn á að Stjarnan vinni sigur í næsta leik á Hliðarenda sé enginn. "Nei það er eitthvað sem ég sé ekki gerast. Staðreyndin er sú að við höfum ekki afrekslið í höndunum sem raunhæft er að stefni á efstu sætin. Við sýndum það samt fyrstu 20 mínúturnar að við getum gert ágætis hluti." "Valsliðið er vel skipulagt og öflugt lið með landsliðsmenn í öllum stöðum. Ég get ekki séð þetta lið vera stöðvað." Hér að neðan má lesa Handboltavakt leiksins. Olís-deild kvenna Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Valsstúlkur stefna hraðbyri í úrslitarimmu N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni í öðrum undanúrslitaleik liðanna í dag, 18-26. Valur er þar með kominn í 2-0 í einvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í úrslitaeinvígið. Það tók smá tíma fyrir Valsliðið að finna rétta gírinn í Mýrinni í dag en leið og hann kom var þetta aldrei spurning. Stjörnunni gekk bölvanlega að finna leiðina að netinu í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en úrslitin voru endanlega ráðin sem Valsliðið fór að slaka á og Stjarnan náði að bæta við mörkum. Valur hefur einfaldlega mun sterkara lið og mikið þarf að ganga á svo Stjörnunni verði ekki sópað úr keppni í næsta leik á Hlíðarenda. Valur þurfti ekki að eiga sinn besta leik til að vinna þetta öruggan sigur.Stefán: Við klárum þetta í næsta leik "Það er kannski eðlilegt að það hafi verið smá kæruleysi í byrjun eftir að við unnum svona stórsigur í síðasta leik. Við byrjuðum að spila vel þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Svo spiluðum við góða vörn í seinni hálfleik. Það vann leikinn okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Valsliðsins. "Við getum gert enn betur, það er margt sem hægt er að laga úr þessum leik í dag." "Við klárum þetta í næsta leik, það er alveg ljóst. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að komast sem fyrst í frí. Fyrst við erum 2-0 yfir þá eigum við að klára þetta 3-0."Gústaf Adolf: Sé þetta lið ekki vera stöðvað "Það var kannski viðbúið að þetta færi svona. Við höfum náð eins langt og hægt er miðað við það sem gengið hefur á. Það hafa mörg skörð verið hoggin í okkar hóp undanfarin ár. Það hefur sínar afleiðingar," sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn. Hann segir að möguleikinn á að Stjarnan vinni sigur í næsta leik á Hliðarenda sé enginn. "Nei það er eitthvað sem ég sé ekki gerast. Staðreyndin er sú að við höfum ekki afrekslið í höndunum sem raunhæft er að stefni á efstu sætin. Við sýndum það samt fyrstu 20 mínúturnar að við getum gert ágætis hluti." "Valsliðið er vel skipulagt og öflugt lið með landsliðsmenn í öllum stöðum. Ég get ekki séð þetta lið vera stöðvað." Hér að neðan má lesa Handboltavakt leiksins.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira