Fótbolti

Köln féll en Hertha á möguleika á að bjarga sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Herthu Berlínar fagna með Rehhagel í dag.
Leikmenn Herthu Berlínar fagna með Rehhagel í dag. Nordic Photos / Getty Images
Lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag og var mesta spennan á botni deildarinnar, þar sem Hertha Berlín og Köln voru í eldlínunni.

Otto Rehhagel var fenginn á miðju tímabili til að forða Herthu Berlín frá falli og á hann enn möguleika á því. Hertha vann í dag 3-1 sigur á Hoffenheim en Köln tapaði á sama tíma fyrir Bayern á útivelli, 4-1.

Köln endaði því í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar og er fallið í B-deildina ásamt botnliði Kaiserslautern. Hertha á hins vegar enn möguleika á að bjarga sér en þarf að komast í gegnum umspil gegn liðinu sem endar í þriðja sæti B-deildarinnar.

Norðmaðurinn Ståle Solbakken var rekinn frá Köln þann 12. apríl síðastliðinn en liðið fékk aðeins eitt stig af tólf mögulegum eftir það.

Dortmund var fyrir nokkru búið að tryggja sér meistaratitilinn og Bayern endaði í öðru sæti. Schalke varð í þriðja og Gladbach fjórða. Öll lið fá þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Bayer Leverkusen, Stuttgart og Hannover spila öll í Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð:

Úrslit dagsins:

Dortmund - Freiburg 4-0

Bremen - Schalke 2-3

Hannover 96 - Kaiserslautern 2-1

Mainz - Gladbach 0-3

Nürnberg - Leverkusen 1-4

Stuttgart - Wolfsburg 3-2

Köln - FC Bayern 1-4

Augsburg - Hamburg 1-0

Hertha - Hoffenheim 3-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×