Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur (https://svfr.is/) segir: „Næstkomandi föstudagskvöld verður síðasta opna hús þessa starfsárs. Í leiðinni verður félagsaðstaða SVFR á Háaleitisbrautinni kvödd formlega. Meðal annars mun verða spáð fyrir um laxveiðina í sumar.
Salur félagsins að Háaleitisbraut 68 hefur verið þungamiðja félagsstarfsins undanfarna áratugi, og það verður eflaust tregablandin stund fyrir eldri félaga að kveðja salarkynnin."
Dagskráin er á þessa leið:
- Jón Skelfir mun kynna fimm uppáhalds veiðistaðina sína.
- Guðni Guðbergs rýnir í veiðisumarið 2012 líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Það verður spennandi að sjá hvað Guðni segir um komandi vertíð.
- Hilmar Hanson verður með ítarlega kynningu á nýju Guideline-vörunum.
- Hilmar Hansson og Ari Hermóður Jafetsson kynna veiðar á svæðunum kenndum við Tjörn og Árbót í Aðaldal.
- Veiðiflugur sjá um glæsilegan happahyl að þessu sinni.