RIM opinbera snjallsíma og stýrikerfi 2. maí 2012 13:26 Kanadíski farsímaframleiðandinn Research in Motion hefur opinberað nýtt stýrikerfi fyrir BlackBerry snjallsímana. RIM einblínir nú á smáforrit og hugbúnaðarþróun í baráttu sinni við iPhone og Android snjallsímana. Þá kynnti RIM einnig nýjan snjallsíma, BlackBerry 10, sem fer í sölu þegar stýrikerfið verður loks gefið út seinna á þessu ári. Snjallsímar RIM hafa ávallt státað af hefðbundnu lyklaborði en nýi síminn mun einungis hafa snertiskjá. Síminn er því sagður bera vitni um nýja stefnu í vöruþróun fyrirtækisins. Aðstoðarforstjóri RIM sagði í dag að fyrirtækið væri nú að leita á ný mið í baráttu sinni um hlutdeild á snjallsíma markaðinum. Smáforrit hafa hingað til ekki gegnt mikilvægu hlutverki í vörum og viðskiptum RIM. Fyrirtækið mun því innleiða álíka viðskiptalíkan og Apple og Google hafa notast við á síðustu ár. Research in Motion hvetur hugbúnaðarframleiðendur til að sýna verkefninu áhuga. Þá mun fyrirtækið tryggja framleiðendum allt að 10 þúsund dollara eða um 1.2 milljón krónur í tekjur ef smáforrit þeirra verða fullkláruð þegar BlackBerry 10 fer í almenna sölu. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir nýja stýrikerfið og BlackBerry 10 hér fyrir ofan. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kanadíski farsímaframleiðandinn Research in Motion hefur opinberað nýtt stýrikerfi fyrir BlackBerry snjallsímana. RIM einblínir nú á smáforrit og hugbúnaðarþróun í baráttu sinni við iPhone og Android snjallsímana. Þá kynnti RIM einnig nýjan snjallsíma, BlackBerry 10, sem fer í sölu þegar stýrikerfið verður loks gefið út seinna á þessu ári. Snjallsímar RIM hafa ávallt státað af hefðbundnu lyklaborði en nýi síminn mun einungis hafa snertiskjá. Síminn er því sagður bera vitni um nýja stefnu í vöruþróun fyrirtækisins. Aðstoðarforstjóri RIM sagði í dag að fyrirtækið væri nú að leita á ný mið í baráttu sinni um hlutdeild á snjallsíma markaðinum. Smáforrit hafa hingað til ekki gegnt mikilvægu hlutverki í vörum og viðskiptum RIM. Fyrirtækið mun því innleiða álíka viðskiptalíkan og Apple og Google hafa notast við á síðustu ár. Research in Motion hvetur hugbúnaðarframleiðendur til að sýna verkefninu áhuga. Þá mun fyrirtækið tryggja framleiðendum allt að 10 þúsund dollara eða um 1.2 milljón krónur í tekjur ef smáforrit þeirra verða fullkláruð þegar BlackBerry 10 fer í almenna sölu. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir nýja stýrikerfið og BlackBerry 10 hér fyrir ofan.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira