Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson urðu í dag bikarmeistarar í knattspyrnu í Danmörku með liði þeirra, FC Kaupmannahöfn.
FCK hafði betur gegn AC Horsens í úrslitaleik, 1-0. Claudemir skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu.
Sölvi Geir er þó frá vegna meiðsla og var því ekki í hópnum í dag. Ragnar var á bekknum en kom inn á sem varamaður á 83. mínútu.
Þetta er í fimmta sinn sem FCK verður danskur bikarmeistari en liðið varð síðast meistari árið 2009.
