Hertha féll í Þýskalandi | Allt brjálað á vellinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. maí 2012 23:57 Stöðva þurfti leik Fortuna Düsseldorf og Herthu Berlínar tvívegis í kvöld vegna óláta áhorfenda. Fortuna tryggði sér þó sæti í þýsku úrvalsdeildinni á kostnað Berlínarliðsins. Hertha er því fallið eftir aðeins eins árs dvöl í efstu deild en þrír þjálfarar stýrðu liðinu í vetur. Otto Rehhagel var fenginn í mars til að bjarga liðinu frá falli en það tókst ekki. Hertha endaði í 17. sæti deildarinnar og þurfti því að fara í umspil gegn Düsseldorf sem náði þriðja sætinu í B-deildinni. Leiknum í kvöld lauk með 2-2 jafntefli en Düsseldorf hafði betur samanlagt, 4-3. Stuðningsmenn Herthu létu óánægju sína í ljós í kvöld með því að kasta flugeldum inn á völlinn í miðjum leik. Staðan var þá 2-1 fyrir Düsseldorf og þurfti Wolfgang Stark, dómari leiksins, að gera hlé á leiknum. Stark þurfti svo aftur að stöðva leikinn í uppbótartíma þegar að stuðningsmenn Düsseldorf réðust inn á völlinn. Ein mínúta var enn eftir af leiknum þegar það gerðist en stuðningsmennirnir réðu sér greinilega ekki af kæti og hlupu inn á völlinn í hundruðatali. Leikmenn forðuðu sér af vellinum en eftir fimmtán mínútur hélt leikurinn áfram. Stark flautaði svo loksins leikinn af þar með varð ljóst að Fortuna Düsseldorf mun leika í þýsku úrvalsdeildinni á ný eftir fimmtán ára fjarveru. Þó gæti það farið svo að Hertha Berlín muni kæra úrslit leiksins vegna atviksins í uppbótartímanum og fara fram á að hann fari fram að nýju. Þýski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
Stöðva þurfti leik Fortuna Düsseldorf og Herthu Berlínar tvívegis í kvöld vegna óláta áhorfenda. Fortuna tryggði sér þó sæti í þýsku úrvalsdeildinni á kostnað Berlínarliðsins. Hertha er því fallið eftir aðeins eins árs dvöl í efstu deild en þrír þjálfarar stýrðu liðinu í vetur. Otto Rehhagel var fenginn í mars til að bjarga liðinu frá falli en það tókst ekki. Hertha endaði í 17. sæti deildarinnar og þurfti því að fara í umspil gegn Düsseldorf sem náði þriðja sætinu í B-deildinni. Leiknum í kvöld lauk með 2-2 jafntefli en Düsseldorf hafði betur samanlagt, 4-3. Stuðningsmenn Herthu létu óánægju sína í ljós í kvöld með því að kasta flugeldum inn á völlinn í miðjum leik. Staðan var þá 2-1 fyrir Düsseldorf og þurfti Wolfgang Stark, dómari leiksins, að gera hlé á leiknum. Stark þurfti svo aftur að stöðva leikinn í uppbótartíma þegar að stuðningsmenn Düsseldorf réðust inn á völlinn. Ein mínúta var enn eftir af leiknum þegar það gerðist en stuðningsmennirnir réðu sér greinilega ekki af kæti og hlupu inn á völlinn í hundruðatali. Leikmenn forðuðu sér af vellinum en eftir fimmtán mínútur hélt leikurinn áfram. Stark flautaði svo loksins leikinn af þar með varð ljóst að Fortuna Düsseldorf mun leika í þýsku úrvalsdeildinni á ný eftir fimmtán ára fjarveru. Þó gæti það farið svo að Hertha Berlín muni kæra úrslit leiksins vegna atviksins í uppbótartímanum og fara fram á að hann fari fram að nýju.
Þýski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira