Kuchar vann Players-meistaramótið í golfi - fær 217 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2012 09:45 Matt Kuchar faðmar hér strákana sína þegar sigurinn var í höfn. Mynd/AP Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar tryggði sér sigur á Players-meistaramótið í golfi í gær en mótið fór fram á Ponte Vedra Beach í Flórída. Players-meistaramótið greiðir út hæstu sigurlaunin af öllum golfmótunum og er stundum talað um það sem fimmta risamótið. Matt Kuchar lék hringina fjóra á þrettán höggum undir pari og endaði með tveggja högga forskot á fjóra kylfinga sem voru jafnir í 2. til 5. sæti. Þeir Martin Laird, Zach Johnson, Rickie Fowler og Ben Curtis léku allir á ellefu höggum undir pari. Laird ógnaði Kuchar þar til að hann fékk skolla á 18. holunni. Kuchar lék lokahringinn á 70 höggum en hann var einu höggi á eftir landa sínum Kevin Na fyrir síðustu 18 holurnar. Kevin Na lék hinsvegar á 76 höggum í gær og endaði í 7. til 9. sæti. Þetta var fjórði sigur Matt Kuchar á bandarísku mótaröðinni en hann hafði þó ekki unnið síðan á Barclays-mótinu 2010. Matt Kuchar fékk 1.710.000 dollara í sigurlaun eða rúmar 217 milljónir íslenskra króna sem eru vissulega ágætis laun fyrir frábæra helgi. Golf Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar tryggði sér sigur á Players-meistaramótið í golfi í gær en mótið fór fram á Ponte Vedra Beach í Flórída. Players-meistaramótið greiðir út hæstu sigurlaunin af öllum golfmótunum og er stundum talað um það sem fimmta risamótið. Matt Kuchar lék hringina fjóra á þrettán höggum undir pari og endaði með tveggja högga forskot á fjóra kylfinga sem voru jafnir í 2. til 5. sæti. Þeir Martin Laird, Zach Johnson, Rickie Fowler og Ben Curtis léku allir á ellefu höggum undir pari. Laird ógnaði Kuchar þar til að hann fékk skolla á 18. holunni. Kuchar lék lokahringinn á 70 höggum en hann var einu höggi á eftir landa sínum Kevin Na fyrir síðustu 18 holurnar. Kevin Na lék hinsvegar á 76 höggum í gær og endaði í 7. til 9. sæti. Þetta var fjórði sigur Matt Kuchar á bandarísku mótaröðinni en hann hafði þó ekki unnið síðan á Barclays-mótinu 2010. Matt Kuchar fékk 1.710.000 dollara í sigurlaun eða rúmar 217 milljónir íslenskra króna sem eru vissulega ágætis laun fyrir frábæra helgi.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti