Guðjón Baldvinsson er áfram á skotskónum með sænska b-deildarliðinu Halmstad en hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 heimasigri á Brommapojkarna í kvöld. Halmstad er í 2. sæti deildarinnar á eftir Davíð Þór Viðarssyni og félögum í Östers IF.
Guðjón skoraði markið sitt á 40. mínútu leiksins en Jónas Guðni Sævarsson þurfti að fara meiddur af velli á 23. mínútu. Mikael Boman innsiglaði síðan sigurinn á 76. mínútu. Guðjón fékk heiðursskiptingu á 88. mínútu en Kristinn Steindórsson lék allan leikinn á vinstri vængnum.
Guðjón hefur nú skorað 6 mörk í 9 leikjum í sænsku b-deildinni í sumar en hann er í hópi markahæstu manna, einu marki á eftir þeim markahæsta.
Guðjón skoraði í 2-0 sigri Halmstad
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn