Sumarið er tíminn og með sumrinu koma litirnir. Nú í ár eru litirnir heldur skærari en áður hefur verið. Neon hefur ekki verið áberandi í húsmunum en nú er öldin önnur og Neon kemur sterkt inn á heimilin.
Það að mála borðfætur, stólinn, veggi eða jafnvel hurðina getur gefið heimilinu nýtt líf. Möguleikarnir eru endalausir. Málning og lakk í þessum litum er tilvalin og sniðug lausn til þess að brjóta upp eða breyta hinu hefðbundna mynstri á heimilinu en hana er hægt að fá til dæmis hjá Slippfélaginu.
Sjá einnig í Lífinu fylgiblað Fréttablaðsins.
Greinahöfundur er á öðru ári í innanhúsarkitektúr við IED Barcelona.
Halló Neon!
