Fótbolti

FCK missti af titlinum | Eyjólfur skoraði fyrir SönderjyskE

Sölvi og félagar náðu ekki að verja meistaratitilinn í Danmörku.
Sölvi og félagar náðu ekki að verja meistaratitilinn í Danmörku.
Nordsjælland varð í kvöld danskur meistari í knattspyrnu en Íslendingaliðið FCK varð að sætta sig við silfur að þessu sinni.

Nordsjælland vann öruggan sigur á Horsens, 3-0, þar sem Andreas Laudrup skoraði eitt marka meistaranna en hann er bróðir Mads sem spilar með Stjörnunni.

Hvorki Sölvi Geir Ottesen né Ragnar Sigurðsson voru í leikmannahópi FCK sem lagði Silkeborg, 2-1.

Eyjólfur Héðinsson skoraði eitt marka SönderjyskE sem vann stórsigur, 5-0, á AaB. Hallgrímur Jónasson var einnig í liði SönderjyskE sem endaði í sjötta sæti deildarinnar.

Lið Rúriks Gíslasonar, OB, endaði í tíunda sæti deildarinnar. OB gerði jafntefli, 1-1, gegn HB Köge í kvöld og sat Rúrik á bekknum allan tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×