Gary Lineker er ekki bara þekktur fyrir framgöngu sína inn á fótboltavellinum því hann á ein frægustu ummæli fótboltasögunnar eftir enn eitt tap Englendinga á móti Þjóðverjum í vítakeppni.
Eftir að enska liðið Chelsea vann þýska liðið Bayern München í vítakeppni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í München í gær þá ákvað Lineker að skrifa inn á twitter-síðu sína að hann væri búinn að breyta Þjóðverjakenningu sinni.
Lineker sagði á sínum tima: „Fótbolti er einföld íþrótt. 22 leikmenn sparka bolta í 120 mínútur og Þjóðverjar vinna."
Lineker bætti aðeins við þessa heimsfrægu yfirlýsingu sína í gærkvöldi. „Fótbolti er einföld íþrótt. 22 leikmenn sparka bolta í 120 mínútur og Þjóðverjar vinna. Svo er ekki lengur," skrifaði hinn 51 árs gamli Gary Lineker inn á twitter-síðu sína í gærkvöldi.
Lineker búinn að breyta Þjóðverjakenningu sinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni
Enski boltinn