Danski varnarmaðurinn Simon Kjær segist ekki hafa neinn áhuga á því að snúa aftur til Wolfsburg í sumar. Lánstíma hans hjá Roma er lokið.
Kjær kom afar illa saman við Felix Magath, þjálfara Wolfsburg, og Daninn hefur engan áhuga á því að hitta Magath á ný.
"Ég mun ekki hringja í Magath og mun aldrei leika undir hans stjórn aftur," sagði Kjær ákveðinn.
Þessi 23 ára varnarmaður er samningsbundinn Wolfsburg til ársins 2014.
Kjær: Mun aldrei spila aftur fyrir Magath

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
