Danski varnarmaðurinn Simon Kjær segist ekki hafa neinn áhuga á því að snúa aftur til Wolfsburg í sumar. Lánstíma hans hjá Roma er lokið.
Kjær kom afar illa saman við Felix Magath, þjálfara Wolfsburg, og Daninn hefur engan áhuga á því að hitta Magath á ný.
"Ég mun ekki hringja í Magath og mun aldrei leika undir hans stjórn aftur," sagði Kjær ákveðinn.
Þessi 23 ára varnarmaður er samningsbundinn Wolfsburg til ársins 2014.
Kjær: Mun aldrei spila aftur fyrir Magath
