Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2012 12:40 Þórarinn Sigþórsson með glæsilegan lax sem hann sleppti í Blöndu fyrir tveimur árum. Mynd/Stefán Sigurðsson Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og Páll Magnússon útvarpsstjóri verða í fyrsta sinn í mörg ár ekki í opnunarhollinu í Blöndu á þriðjudag. Laxinn er mættur í Blöndu. Karl Lúðvíksson, forsprakki þáttanna Veitt með vinum með meiru, er meðal þeirra sem manna stangirnar fjórar í opnuninni. "Þessi opnun verður annað hvort fjörtíu laxar eða tíu en miðað við árferðið og vatn lítur þetta vel út," segir Karl - Kalli Lú. Þórarinn, eða Tóti tönn eins og hann er kallaður, hefur riðið á vaðið á svæði I í Blöndu í um áratug. Í opnunarhollinu hafa einnig verið Páll útvarpsstjóri sem fyrr segir, Egill Guðjohnsen tannlæknir og Stefán Sigurðsson sölustjóri hjá Lax-á. Þeir verða ekki með þegar fjörið hefst að þessu sinni. Opnun Blöndu gefur iðulega afar væna stórlaxa sem þessa dagana eru að koma sér fyrir á Breiðunni og Damminum þar sem einmitt sást tólf til fjórtán punda lax í dag. Blanda hefur verið nokkuð lituð að undanförnu en hefur verið að hreinsa sig og vatnsstaðan er góð svo vel lítur út með veiðarnar. Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og Páll Magnússon útvarpsstjóri verða í fyrsta sinn í mörg ár ekki í opnunarhollinu í Blöndu á þriðjudag. Laxinn er mættur í Blöndu. Karl Lúðvíksson, forsprakki þáttanna Veitt með vinum með meiru, er meðal þeirra sem manna stangirnar fjórar í opnuninni. "Þessi opnun verður annað hvort fjörtíu laxar eða tíu en miðað við árferðið og vatn lítur þetta vel út," segir Karl - Kalli Lú. Þórarinn, eða Tóti tönn eins og hann er kallaður, hefur riðið á vaðið á svæði I í Blöndu í um áratug. Í opnunarhollinu hafa einnig verið Páll útvarpsstjóri sem fyrr segir, Egill Guðjohnsen tannlæknir og Stefán Sigurðsson sölustjóri hjá Lax-á. Þeir verða ekki með þegar fjörið hefst að þessu sinni. Opnun Blöndu gefur iðulega afar væna stórlaxa sem þessa dagana eru að koma sér fyrir á Breiðunni og Damminum þar sem einmitt sást tólf til fjórtán punda lax í dag. Blanda hefur verið nokkuð lituð að undanförnu en hefur verið að hreinsa sig og vatnsstaðan er góð svo vel lítur út með veiðarnar.
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði