CCP fer mikinn á E3 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 13:59 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. Japanska tæknifyrirtækið Sony, sem framleiðir PlayStation 3 leikjatölvuna, leikur stórt hlutverk á hátíðinni en CCP gefur út leikinn DUST 514 í samstarfi við fyrirtækið. Tölvuleikurinn hefur verið í framleiðslu síðustu fjögur ár en leikurinn var frumsýndur á Fanfest hátíð CCP í Reykjavík í mars síðastliðnum.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPSérstök kynning verður haldin á DUST 514 en nýtt myndskeið úr leiknum var frumsýnt á E3 í gær. Mikil áhersla verður lögð á víxlverkandi eiginleika PlaySation 3 og PlaySation Vita lófatölvunnar en mögulegt verður að stjórna atburðarrásinni í DUST 514 í gegnum tölvuna. Þá verður opnað fyrir beta-útgáfu leiknum 29. júní næstkomandi en spilarar geta sótt um aðgang að tilraunaútgáfunni hér. Þá mun CCP einnig kynna nýja viðbót við EVE Online leikinn, Inferno. Spilurum leiksins verður boðið á sérstaka samkomu vegna viðbótarinnar ásamt blaðamönnum og öðrum ráðstefnugestum. Hægt er að sjá kynningarmyndbandið fyrir DUST 514 hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. Japanska tæknifyrirtækið Sony, sem framleiðir PlayStation 3 leikjatölvuna, leikur stórt hlutverk á hátíðinni en CCP gefur út leikinn DUST 514 í samstarfi við fyrirtækið. Tölvuleikurinn hefur verið í framleiðslu síðustu fjögur ár en leikurinn var frumsýndur á Fanfest hátíð CCP í Reykjavík í mars síðastliðnum.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPSérstök kynning verður haldin á DUST 514 en nýtt myndskeið úr leiknum var frumsýnt á E3 í gær. Mikil áhersla verður lögð á víxlverkandi eiginleika PlaySation 3 og PlaySation Vita lófatölvunnar en mögulegt verður að stjórna atburðarrásinni í DUST 514 í gegnum tölvuna. Þá verður opnað fyrir beta-útgáfu leiknum 29. júní næstkomandi en spilarar geta sótt um aðgang að tilraunaútgáfunni hér. Þá mun CCP einnig kynna nýja viðbót við EVE Online leikinn, Inferno. Spilurum leiksins verður boðið á sérstaka samkomu vegna viðbótarinnar ásamt blaðamönnum og öðrum ráðstefnugestum. Hægt er að sjá kynningarmyndbandið fyrir DUST 514 hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira