Microsoft frumsýnir Xbox SmartGlass 5. júní 2012 11:37 Hin árlega E3 tölvuleikjaráðstefna stendur nú sem hæst í Los Angeles. Þar gefst tölvuleikjaframleiðendum tækifæri á að ræða við viðskiptavini sína og spilara og kynna helstu nýjungar sínar. Sem fyrr var gríðarleg eftirvænting fyrir kynningu Microsoft en leikjatölva fyrirtækisins, Xbox 360, er ein sú vinsælasta í heimi. Margt bar á góma í ræðu Microsoft en það sem vakti hvað mesta athygli var nýstárleg tækni sem fyrirtækið hefur haft í þróun síðustu mánuði. Nýjungin er kölluð Xbox SmartGlass en í henni sameinast öll helstu afþreyingartæki heimilsins. Þannig munu notendur geta stjórnað leikjatölvu, sjónvarpi og tölvum í gegnum spjaldtölvur sem eru knúnar af stýrikerfi Microsoft. „Xbox SmartGlass virkar með öllum tækjum heimilisins: sjónvarpið, snjallsíminn og spjaldtölvan," sagði Marc Whitten, stjórnandi Xbox Live þjónustunnar. „SmartGlass breytir öllum sjónvörpum í snjall-sjónvörp." Þá var stutt kynningarmyndband frumsýnt þar sem Xbox SmartGlass var notað til að stjórna tölvuleiknum Halo 4 í gegnum Xbox leikjatölvuna. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupa 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hin árlega E3 tölvuleikjaráðstefna stendur nú sem hæst í Los Angeles. Þar gefst tölvuleikjaframleiðendum tækifæri á að ræða við viðskiptavini sína og spilara og kynna helstu nýjungar sínar. Sem fyrr var gríðarleg eftirvænting fyrir kynningu Microsoft en leikjatölva fyrirtækisins, Xbox 360, er ein sú vinsælasta í heimi. Margt bar á góma í ræðu Microsoft en það sem vakti hvað mesta athygli var nýstárleg tækni sem fyrirtækið hefur haft í þróun síðustu mánuði. Nýjungin er kölluð Xbox SmartGlass en í henni sameinast öll helstu afþreyingartæki heimilsins. Þannig munu notendur geta stjórnað leikjatölvu, sjónvarpi og tölvum í gegnum spjaldtölvur sem eru knúnar af stýrikerfi Microsoft. „Xbox SmartGlass virkar með öllum tækjum heimilisins: sjónvarpið, snjallsíminn og spjaldtölvan," sagði Marc Whitten, stjórnandi Xbox Live þjónustunnar. „SmartGlass breytir öllum sjónvörpum í snjall-sjónvörp." Þá var stutt kynningarmyndband frumsýnt þar sem Xbox SmartGlass var notað til að stjórna tölvuleiknum Halo 4 í gegnum Xbox leikjatölvuna. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupa 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf