Golf

Simpson vann US Open

Simpson og eiginkona hans, Dowd, með sigurlaunin.
Simpson og eiginkona hans, Dowd, með sigurlaunin.
Webb Simpson vann opna bandaríska meistaramótið í golfi, US Open, í nótt. Þetta er hans fyrsti risatitill á ferlinum. Simpson endaði mótið á einu höggi yfir pari eða höggi betur en Graeme McDowell og Michael Thompson.

Jim Furyk var lengi vel í efsta sætinu en fór á taugum á lokahölunum. Aðeins McDowell átti möguleika að jafna við Simpson á endanum en hann missti langt pútt undir lokin.

"Ég hef aldrei upplifað annan eins tilfinningarússibana og í dag," sagði Simpson eftir mótið en hann fór lokahringinn á 68 höggum og skaust þess utan upp í fimma sætið á heimslistanum með sigrinum.

Tiger Woods var sex höggum á eftir Simpson en hann náði sér ekki á strik síðustu tvo dagana eftir að hafa leikið vel fyrri tvo dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×