Tiger efstur eftir annan dag Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. júní 2012 10:00 Tiger Woods einbeittur í sandinum MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY Tiger Woods deilir efsta sætinu á US Open eftir tvo keppnisdaga með David Toms og Jim Furyk á einu höggi undir pari. Woods og Toms léku á pari á öðrum keppnisdegi en Furyk var einn aðeins sjö kylfinga sem léku undir pari vallarins í gær. Keppt er á Olympic Club´s Lake-vellinum í San Francisco sem þykir afar erfiður og hefur valdið mörgum af bestu kylfingum heims miklum vandræðum. Phil Mickelson og Rickie Fowler rétt sluppu í gegnum niðurskurðinn svo dæmi sé tekið. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn er efsti maður heimslistans Luke Donald. Hann lék á níu höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi og þurfti að leika undir pari til að komast áfram. Það gekk ekki því hann lék annan daginn á einu yfir pari og er því úr leik líkt og Norður-Írinn Rory McIlroy, Bubba Watson og Daninn Thomas Björn. Táningurinn Andy Zhang sem er aðeins fjórtán ára gamall lék alls á 16 yfir pari en aðeins þeir kylfingar sem léku á átta höggum yfir pari eða betur komust áfram í gegnum niðurskurðinn. Tiger Woods þykir vera farinn að nálgast sitt besta form og munar mest um að takturinn í sveiflu hans er mun betri en hann hefur verið um árabil. Tiger hefur níu sinnum verið í efsta sæti eftir annan keppnisdag á stórmóti og átta þeirra móta sigraði hann. Woods á þó ekki sigurinn vísan því hann þarf að keppa við tvo kylfinga sem hafa reynslu af því að sigra stórmót auk þess sem þeir Toms og Furyk þykja mjög góðir á erfiðum vellinum. Furyk er mjög leikreyndur og vann US Open 2003. Toms slær að jafnaði mjög beint og lendir því sjaldan í vandræðum en hann vann PGA meistaramótið 2001. Norður-Írinn Graeme McDowell, sem sigraði US Open 2010, er aðeins tveimur höggum á eftir Toms, Furyk og Tiger ásamt John Peterson, Rúmenanum Nicholas Colsaerts og Michael Thompson sem var efstur eftir fyrsta keppnisdag en hann lék fimm yfir pari á öðrum keppnisdegi. Golf Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods deilir efsta sætinu á US Open eftir tvo keppnisdaga með David Toms og Jim Furyk á einu höggi undir pari. Woods og Toms léku á pari á öðrum keppnisdegi en Furyk var einn aðeins sjö kylfinga sem léku undir pari vallarins í gær. Keppt er á Olympic Club´s Lake-vellinum í San Francisco sem þykir afar erfiður og hefur valdið mörgum af bestu kylfingum heims miklum vandræðum. Phil Mickelson og Rickie Fowler rétt sluppu í gegnum niðurskurðinn svo dæmi sé tekið. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn er efsti maður heimslistans Luke Donald. Hann lék á níu höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi og þurfti að leika undir pari til að komast áfram. Það gekk ekki því hann lék annan daginn á einu yfir pari og er því úr leik líkt og Norður-Írinn Rory McIlroy, Bubba Watson og Daninn Thomas Björn. Táningurinn Andy Zhang sem er aðeins fjórtán ára gamall lék alls á 16 yfir pari en aðeins þeir kylfingar sem léku á átta höggum yfir pari eða betur komust áfram í gegnum niðurskurðinn. Tiger Woods þykir vera farinn að nálgast sitt besta form og munar mest um að takturinn í sveiflu hans er mun betri en hann hefur verið um árabil. Tiger hefur níu sinnum verið í efsta sæti eftir annan keppnisdag á stórmóti og átta þeirra móta sigraði hann. Woods á þó ekki sigurinn vísan því hann þarf að keppa við tvo kylfinga sem hafa reynslu af því að sigra stórmót auk þess sem þeir Toms og Furyk þykja mjög góðir á erfiðum vellinum. Furyk er mjög leikreyndur og vann US Open 2003. Toms slær að jafnaði mjög beint og lendir því sjaldan í vandræðum en hann vann PGA meistaramótið 2001. Norður-Írinn Graeme McDowell, sem sigraði US Open 2010, er aðeins tveimur höggum á eftir Toms, Furyk og Tiger ásamt John Peterson, Rúmenanum Nicholas Colsaerts og Michael Thompson sem var efstur eftir fyrsta keppnisdag en hann lék fimm yfir pari á öðrum keppnisdegi.
Golf Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti