Konur viðkvæmari en karlar fyrir skaðsemi reykinga 15. júní 2012 12:00 Konur eru viðkvæmari en karlar fyrir skaðsemi reykinga og með aldrinum aukast líkur á sjúkdómum og öðrum fylgikvillum til muna. Úrræði fyrir fólk sem vill hætta að reykja eru mörg á Íslandi. Skaðsemi reykinga er Íslendingum alkunn. Færri vita þó að konur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þeim og tengist það hormónakerfi þeirra. Jóhanna S. Skaðsemi reykinga er Íslendingum alkunn. Færri vita þó að konur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þeim og tengist það hormónakerfi þeirra. Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Ráðgjafar í reykbindindi segir að samkvæmt Hagstofunni sé dánartíðni kvenna sökum reykinga þremur prósentustigum hærri en karla. Tíðahvörf geta orðið allt að tveimur árum fyrr hjá konum sem reykja og þegar komið er yfir fimmtugt eykst hættan á hjarta- og æðasjúkdómum til muna. Jafnframt aukast líkur á þvagleka, beinþynningu og lungnakrabbameini. Aldrei of seint að hætta Eftir breytingarskeiðið finnst sumum konum tilgangslaust að hætta að reykja því skaðinn sé hvort sem er ekki afturkræfur. Jóhanna segir það af og frá. "Það er alveg sama hvenær maður hættir að reykja, það er alltaf ávinningur. Það tekur blóðrásarkerfið ekki nema sólarhring að losa sig við koltvísýringinn og auðveldar það öndun og eykur úthald. Sólarhringi síðar er nikótínið farið úr blóðinu, æðarnar víkka og bragðskyn verður næmara." Konur ættu því strax að finna mun en langtímaávinningurinn er mikill: "Lungun byrja auðvitað strax að hreinsa sig en eftir þrjá mánuði eru bifhárin komin í eðlilegt horf og hósti og önnur öndunarfæraeinkenni orðin mun betri." Að lokum bætir Jóhanna við að allar konur ættu að hafa í huga að þær eru fyrirmyndir barna sinna og barnabarna. Ráðgjöf og stuðningur Margar konur óttast að í stað vindlinganna hlaðist á þær aukakíló en Jóhanna segir það yfirleitt ekki vera vandamál. "Þetta á við um konur sem skipta sígarettunum út fyrir mat." Hún bætir við að heilbrigt líferni verði að fylgja þessari lífsstílsbreytingu en líkamsrækt verði auðveldari með auknu þoli. Það getur þó reynst þrautin þyngri að segja skilið við reykingarnar. Jóhanna bendir á að fjölmörg úrræði eru til fyrir reykingafólk á Íslandi. Ráðgjöf í reykbindindi er gjaldfrjáls símaþjónusta þar sem starfa hjúkrunarfræðingar með sérþekkingu í tóbaksmeðferð. "Sumir hringja inn með spurningu og vilja ekkert meira en flestir þiggja að taka þátt í meðferðinni," segir Jóhanna og mælir eindregið með henni. "Rannsóknir sýna að mestu máli skiptir að fá ráðgjöf og eftirfylgni," bætir hún við en boðið er upp á eftirfylgni í heilt ár. Símanúmer ráðgjafarinnar er 800-6030 og síminn er opinn alla virka daga milli klukkan 17 og 20. Auk hennar bendir Jóhanna á spjallþráð á vefsíðunni www.reyklaus.is þar sem fyrrverandi reykingafólk deilir reynslu sinni og hjálpar þeim sem vilja hætta að reykja. Sérblöð Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Konur eru viðkvæmari en karlar fyrir skaðsemi reykinga og með aldrinum aukast líkur á sjúkdómum og öðrum fylgikvillum til muna. Úrræði fyrir fólk sem vill hætta að reykja eru mörg á Íslandi. Skaðsemi reykinga er Íslendingum alkunn. Færri vita þó að konur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þeim og tengist það hormónakerfi þeirra. Jóhanna S. Skaðsemi reykinga er Íslendingum alkunn. Færri vita þó að konur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þeim og tengist það hormónakerfi þeirra. Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Ráðgjafar í reykbindindi segir að samkvæmt Hagstofunni sé dánartíðni kvenna sökum reykinga þremur prósentustigum hærri en karla. Tíðahvörf geta orðið allt að tveimur árum fyrr hjá konum sem reykja og þegar komið er yfir fimmtugt eykst hættan á hjarta- og æðasjúkdómum til muna. Jafnframt aukast líkur á þvagleka, beinþynningu og lungnakrabbameini. Aldrei of seint að hætta Eftir breytingarskeiðið finnst sumum konum tilgangslaust að hætta að reykja því skaðinn sé hvort sem er ekki afturkræfur. Jóhanna segir það af og frá. "Það er alveg sama hvenær maður hættir að reykja, það er alltaf ávinningur. Það tekur blóðrásarkerfið ekki nema sólarhring að losa sig við koltvísýringinn og auðveldar það öndun og eykur úthald. Sólarhringi síðar er nikótínið farið úr blóðinu, æðarnar víkka og bragðskyn verður næmara." Konur ættu því strax að finna mun en langtímaávinningurinn er mikill: "Lungun byrja auðvitað strax að hreinsa sig en eftir þrjá mánuði eru bifhárin komin í eðlilegt horf og hósti og önnur öndunarfæraeinkenni orðin mun betri." Að lokum bætir Jóhanna við að allar konur ættu að hafa í huga að þær eru fyrirmyndir barna sinna og barnabarna. Ráðgjöf og stuðningur Margar konur óttast að í stað vindlinganna hlaðist á þær aukakíló en Jóhanna segir það yfirleitt ekki vera vandamál. "Þetta á við um konur sem skipta sígarettunum út fyrir mat." Hún bætir við að heilbrigt líferni verði að fylgja þessari lífsstílsbreytingu en líkamsrækt verði auðveldari með auknu þoli. Það getur þó reynst þrautin þyngri að segja skilið við reykingarnar. Jóhanna bendir á að fjölmörg úrræði eru til fyrir reykingafólk á Íslandi. Ráðgjöf í reykbindindi er gjaldfrjáls símaþjónusta þar sem starfa hjúkrunarfræðingar með sérþekkingu í tóbaksmeðferð. "Sumir hringja inn með spurningu og vilja ekkert meira en flestir þiggja að taka þátt í meðferðinni," segir Jóhanna og mælir eindregið með henni. "Rannsóknir sýna að mestu máli skiptir að fá ráðgjöf og eftirfylgni," bætir hún við en boðið er upp á eftirfylgni í heilt ár. Símanúmer ráðgjafarinnar er 800-6030 og síminn er opinn alla virka daga milli klukkan 17 og 20. Auk hennar bendir Jóhanna á spjallþráð á vefsíðunni www.reyklaus.is þar sem fyrrverandi reykingafólk deilir reynslu sinni og hjálpar þeim sem vilja hætta að reykja.
Sérblöð Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira